Fundur 15

15. fundur Afgreiðslunefndar byggingamála haldinn á skrifstofu byggingafulltrúa, mánudaginn 15. maí 2017 og hófst hann kl.14:00


Fundinn sátu:

Sigmar Björgvin Árnason byggingafulltrúi og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Byggingafulltrúi.

Dagskrá:

1. 1705027 - Efrahóp 20: umsókn um byggingarleyfi
Þórlaug Guðmundsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi. skv. teikningum frá GÁG ehf.

Byggingafulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2 og 4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt og greinagerð hönnunarstjóra hafi verið skilað inn.
13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.
Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi:
2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.
4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

2. 1705026 - Efrahóp 24: umsókn um lóð
Diego Björn Valencia sækir um lóðina Efrahóp 24 til byggingar einbýlishúss, sótt er um lóðina Efrahóp 22 til vara.

Samþykkt að úthluta lóðina Efrahóp 24

3. 1705025 - Efrahóp 26. umsókn um lóð
Björg Erlingsdóttir sækir um lóðina Efrahóp 26 til byggingar einbýlishúss, sótt er um lóðina Efrahóp 24 til vara.

Samþykkt að úthluta lóðina Efrahóp 26

4. 1705029 - Efrahóp 6: umsókn um byggingarleyfi

Jóhannes Haraldsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúss.sjá teikningar frá Sigurði P. Kristjánssyni.

Byggingafulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2

og 4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt og greinagerð hönnunarstjóra hafi verið skilað inn.
13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.
Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi:
2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.
4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.14:30

 

 

Grindavík.is fótur