PMTO námskeiđ fyrir starfsmenn Grindavíkurbćjar lokiđ í fjórđa sinn

  • Fréttir
  • 11. maí 2017

Í lok apríl lauk fjórði hópur fagfólks grunnmenntun í PMTO uppeldis- og ráðgjafaraðferð til að takast á við margskonar hegðun og samskipti meðal barna. Einnig er hluti af grunnmenntun kennsla í ráðgjöf til foreldra og samstarfsfólks um aðferðina. Í útskrifaða hópnum voru þrjár frá grunnskóla, ein frá Skólaseli, tvær frá Laut, þrjár frá Króki, ein úr íþróttamiðstöðinn og ein frá Þrumunni.

Grindavíkurbær heldur eitt námskeið á ári fyrir fagfólk samkvæmt forvarnarstefnu sveitarfélagsins um Foreldrafærni. Næsta námskeið í PMTO grunnmenntun fyrir starfsfólk verður haldið haustið 2017 og ætti því að nýtast starfsfólki á því skólaári mun betur en þegar námskeiðslok eru undir vorið.

Mynd: Útskriftarhópurinn ásamt leiðbeinendum, þeim Önnu Maríu Friðriksdóttur og Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir