Fundur 1444

  • Bćjarráđ
  • 10. maí 2017

1444. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 9. maí 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. 1610065 - Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur
Til fundarins voru mætt Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Stefanía Sigr. Jónsdóttir forstöðukona Miðgarðs og gerðu þau grein fyrir minnisblaði sínu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að kanna áhuga HSS á áframhaldandi leigu á eldhúsi á Austurvegi 5.

2. 1705005 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Til fundarins var mættur Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og kynnti hann málið.

Lögð fram beiðni um að Grindavíkurbær greiði fyrir grunnskólavist í Kópavogi fyrir eitt barn.
Bæjarráð hafnar erindinu.

3. 1705017 - Fjárhagsáætlun 2017: Beiðni um viðauka
Til fundarins var mættur Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og kynnti hann málið.

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs óskar eftir viðauka við fjárhagáætlun ársins 2017 til að kaupa ljósritunarvél.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 að fjárhæð 750.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

4. 1502076 - Fjölmenningarstefna: vinna verkefnishóps

Ásrún Kristinsdóttir bæjarfulltrúi gerir grein fyrir málinu.

Bæjarráð skipar bæjarstjóra og sviðsstjóra frístunda- og menningasviðs í nefndina og felur þeim að halda áfram þar sem frá var horfið.

5. 1705019 - Kalka - Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: Tillaga stjórnar SS um að hefja flokkun úrgangs
Lögð fram tillaga stjórnar SS um að hefja flokkun úrgangs.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.

6. 1504033 - Minnisvarði um áhöfn og sögu flugvélar sem fórst í Fagradalsfjalli 3. maí 1943: Heimild til uppsetningar
Áhugamenn um flugsögu stríðsáranna á Íslandi hafa óskað eftir heimild til að setja upp minnisvarða um áhöfn og sögu flugvélar sem fórst í Fagradalsfjalli 3. maí 1943.

Bæjarráð býður ábyrgðarmönnum verkefnisins til fundar við bæjarráð þann 23. maí nk.

7. 1705014 - Samtök orkusveitarfélaga: ársreikningur 2016
Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2016 er lagður fram til kynningar.

8. 1704038 - Fundargerðir: Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 2017
Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2016 er lagður fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135