Auglýsing um skipulagsmál í Grindavík

  • Stjórnsýsla
  • 5. maí 2017

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti þann 28 febrúar og 28. mars 2017 og að endurauglýsa skipulagstillögur vegna miðbæjar Grindavíkur. Tillögurnar voru auglýstar á árunum 2012-2013 en voru ekki samþykktar. 

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslag nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010- 2030 ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrsla skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Megininntak skipulagstillagnanna er að skapa umgjörð um lifandi miðbæ í Grindavík með blandaðri starfsemi: verslunar, þjónustu og íbúða. Lögð er áhersla á að uppbygging falli vel að því byggðamynstri sem fyrir er. Einnig er lögð áhersla á að auka umferðaröryggi í miðbænum, draga úr umferðarhraða og gera gangandi og hjólandi vegfarendum hærra undir höfði. Gerðar eru breytingar á gatnamótum Víkurbrautar og Ránargötu þannig að umferðinni sé beint niður að höfn.

Skipulagssvæðið er um 4,6 ha að stærð, nær frá Gerðavöllum í norðri og niður fyrir lóð Víkurbrautar 56 í suðri. Í austri nær svæði yfir lóð kirkjunnar og fylgir svo Stamphólsvegi að Gerðavöllum. Í vestri markar Víkurbrautin svæðið, lóð Víkurbrautar 31 er hluti af deiliskipulagssvæðinu. Innan þess svæðis er í gildi deiliskipulag fyrir Festi og mun það skipulag falla úr gildi.

Tillögurnar hafa tekið breytingum síðan þær voru auglýstar á árunum 2012 og 2013 og eru hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér tillögurnar og gera athugasemdir á ný. Skipulagslýsing fyrir tillögurnar var auglýst 14. nóvember 2011.

Tillögurnar ásamt umhverfisskýrslum liggja frammi á bæjarskrifstofu Grindavíkur að Víkurbraut 62 í Grindavík, virka daga kl: 9:30-15:00, frá og með 8 maí til og með 26 júní 2017. Einnig má nálgast tillögurnar á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar ásamt umhverfisskýrslum. Ábendingar og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til Ármanns Halldórssonar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs annað hvort á bæjarskrifstofu Grindavíkur, Víkurbraut 62 eða á netfangið: armann@grindavik.is.

 

 Deiliskipulag Grindavíkur - greinagerð

 Tillaga að deiliskipulagi

 Tillaga að deiliskipulagi - skýringar

 Tillaga að breytingu

 

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum