Gestir í jógastund

  • Grunnskólinn
  • 3. maí 2017

Jógastund á miðvikudagsmorgnum er ómissandi liður í skólastarfinu á yngsta stigi. Í síðustu viku komu gestir frá Heilsuleikskólanum Króki og Leikskólanum Laut, börn sem eru í skólahópi og verðandi nemendur næsta haust og í morgun kom erlendur hópur sem tekur þátt í verkefni á vegum Nordplus. Með í för voru leikskólakennarar frá Króki sem einnig taka þátt í Nordplus verkefninu. Gestirnir tóku að sjálfsögðu þátt í jógastundinni og skoðuðu skólann okkar og heilsuðu upp á nemendur. Það er alltaf notalegt að fá gesti og gaman þegar þeir geta verið með í góðri morgunstund. Halldóra Halldórsdóttir grunn- og kundalinijógakennari stjórnaði stundinni eins og henni einni er lagið.

Gestir sem taka þátt í Nordplus verkefni, ásamt Huldu Jóhannsdóttur, Ingigerði Gísladóttur og Herdísi Gunnlaugsdóttur frá Heilsuleikskólanum Króki og Bryndísi Garðarsdóttur deildarstjóra yngsta stigs.

Halldóra Halldórsdóttir grunn- og kundalinijógakennari.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!