Fundur 1443

  • Bćjarráđ
  • 03.05.2017

1443. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 2. maí 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Dagskrá:

1. 1602104 - Daggæsla í heimahúsi: Tillögur um eflingu þjónustu
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við umræður og afgreiðslu þessa máls.

Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að auglýsa eftir dagmæðrum sem tilbúnar eru að starfa í húsnæði í eigu bæjarins.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að útfæra nánar tilboð 1b frá Stólpa Gámum, dags. 26. apríl sl. og leggja fyrir bæjarráð.

2. 1704037 - Hóp: Endurgreiðsla á ræktun
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við umræður og afgreiðslu þessa máls.

Drög að samkomulagi um greiðslu fyrir ræktað land lagt fram.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 1.143.000 kr. til að greiða fyrir ræktun á hluta úr landi jarðarinnar Hóps í Grindavík.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 1.143.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

3. 1703062 - Húsnæðisáætlanir: Undirbúningur og gerð
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við umræður og afgreiðslu þessa máls.

Lögð fram verðkönnunargögn í gerð húsnæðisáætlunar.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Eflu um gerð húsnæðisáætlunar fyrir Grindavíkurbæ.

4. 1701033 - Staðarvör 4: Ósk um lokaúttekt.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við umræður og afgreiðslu þessa máls.

Leitað var eftir áliti lögfræðings og var minnisblað hans lagt fram.

Í minnisblaðinu kemur fram að með tilliti til laga, reglugerða og sölugagna er rétt að hafna því að sá kostnaður er kemur til vegna sérteikninga sé á ábyrgð sveitarfélagsins.

5. 1606003 - Tjaldsvæði: Smáhýsi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við umræður og afgreiðslu þessa máls.

Samningur um afnot 240 ehf. af hluta tjaldsvæðahúss á tjaldsvæði Grindavíkurbæjar og samningur um afnot bílastæða lagðir fram.

Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram.

6. 1703017 - Knattspyrnudeild UMFG: beiðni um framlengingu samnings um verktöku við umsjón mannvirkja 2017
Samningur við knattspyrnudeild UMFG vegna umsýslu eigna á knattspyrnuvelli lagður fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Jafnframt leggur meirihluti bæjarráðs til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 2.760.000 kr. á lið 06611-4341 sem verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
Ásrún situr hjá.

7. 1703011 - TG Raf: Bréf vegna þjónustusamnings
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn við umræður og afgreiðslu þessa máls.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna fundar við TG raf ehf.

8. 1704046 - Lánasjóður sveitarfélaga: Arðgreiðsla 2017
Tilkynning um arðgreiðslu á árinu 2017 að fjárhæð 5.346.990 kr. lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 17. júlí 2018

1484

Öldungaráđ / 11. júlí 2018

Fundur 4

Bćjarráđ / 10. júlí 2018

Fundur 1483

Hafnarstjórn / 4. júlí 2018

Fundur 459

Skipulagsnefnd / 2. júlí 2018

Fundur 42

Bćjarráđ / 26. júní 2018

Fundur 1482

Frístunda- og menningarnefnd / 6. júní 2018

Fundur 74

Bćjarstjórn / 20. júní 2018

Fundur 485

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27

Öldungaráđ / 9. maí 2018

Fundur 3

Bćjarráđ / 29. maí 2018

Fundur 1481

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476