Fundur 1442

1442. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, föstudaginn 21. apríl 2017 og hófst hann kl. 12:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Páll Jóhann Pálsson varamaður og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1703046 - Beiðni um umsögn: Nýtingarleyfi í Svartsengi/Eldvörpum.
Verkfræðistofunni Eflu hafði verið falið að móta tillögur að svarbréfi til Orkustofnunar vegna umsóknar HS-Orku um nýtingarleyfi. Því verki er ekki lokið, en á fundinum lágu fyrir tölvupóstar þar sem Efla fer fram á skýringar á ýmsum þáttum sem varða nýtingarleyfið, nýtingarsvæðin og jarðhitaréttindi.

Bæjarstjóra falið að óska eftir frekari fresti frá Orkustofnun til að svara bréfinu þar til Efla hefur gert tillögu að svarbréfi sem síðar yrði lagt fyrir bæjarstjórn að nýju, enda sat öll bæjarstjórn kynningarfundinn sem haldinn var í tengslum við málið á síðasta bæjarráðsfundi.

2. 1703017 - Knattspyrnudeild UMFG: beiðni um framlengingu samnings um verktöku við umsjón mannvirkja 2017

Knattspyrnudeildin hefur óskað eftir hækkun á samningsupphæð vegna umsjónar deildarinnar með mannvirkjum á íþróttasvæðinu. Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs hefur tekið saman gögn varðandi málið og voru þau yfirfarin á fundinum.

Meirihluti bæjarráðs felur sviðsstjóra að semja við knattspyrnudeildina um framlengingu á samningi til ársloka 2017 og leggja samninginn fyrir bæjarstjórn. Páll Jóhann situr hjá og óskaði eftir bókun þess efnis að óþarfi væri að vera með milliliði um ræstingu á einstaka byggingum á íþróttasvæðinu og telur frekar að þeir sem sinna þessum verkefnum verði starfsmenn íþróttamiðstöðvar.

3. 1703095 - Strandminjar: samstarfsverkefni
Um er að ræða verkefnið strandminjar í nágrenni Grindavíkur. Markmiðið er að varðveita sögu sjósóknar í umhverfi Grindavíkur, mynda tóftir verðbúða og draga fram hlutverk þessara staða og lífið í kringum sjósóknina. Fyrirhugað er framleiða fimm myndbönd sem hvert um sig verði 10-15 mín. að lengd.

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs óskar eftir 600.000 kr. viðauka við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 600.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

4. 1606003 - Tjaldsvæði: Smáhýsi
Fyrir lágu drög að samningi milli Grindavíkurbæjar sem leigusala og 240 ehf sem leigutaka um leigu/samnýtingu á þar tilgreindu rými í tjaldsvæðahúsi í Grindavík.

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

5. 1701033 - Staðarvör 4: Ósk um lokaúttekt.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins. Bæjarráð samþykkir að vinna málið áfram.

6. 1702081 - Þjónustusamningar: við iðnaðarmenn
Bæjarráð hafði falið byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

7. 1611057 - Húsnæðissjálfseignarfélag: forganga um stofnun félags

Málið lagt fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.14:05.

 

Grindavík.is fótur