DeLux Kvartett Sigurđar Flosasonar á Bryggjunni í kvöld

  • Menningarfréttir
  • 19. apríl 2017

Það verða seiðandi jazztónleikar á Bryggjunni í kvöld þegar DeLux Kvartett Sigurðar Flosasonar stígur á stokk. Kvartettinn flytur fjölbreytta sjóðheita heimasmíðaða tónlist undir áhrifum frá ýmsum áttum. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

DeLux kvartettinn er Sigurður Flosason saxafónleikari ásamt þremur fremstu jazzmönnum Lúxemborgar. Þeir hafa starfað talsvert saman á meginlandinu undanfarin tvö ár og nú sækja Lúxararnir Ísland heim.

DeLux kvartett skipa:

Sigurður Flosason: saxófónn
Michel Reis: píanó
Marc Demuth: kontrabassi
Jeff Herr: trommur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir