Litlir skólar búa svo sannarlega yfir miklum möguleikum
Litlir skólar búa svo sannarlega yfir miklum möguleikum

Frá haustönn 2015 hefur hópur nemenda við Grunnskóla Grindavíkur tekið þátt í skemmtilegu Nordplus verkefni sem ber heitið „Lítill skóli - margir möguleikar" (Small schools - Big Opportunities). Nemendur hafa farið í heimsókn til Gislev í Danmörk, Hvalvík í Færeyjum og Skujene í Lettlandi. Í þeim heimsóknum hafa nemendur unnið verkefni og kynnst landi og þjóð og menningu landanna. Framundan er síðasta samvera þessara nemenda hér í Grindavík 14.-22. maí. Þá er von á 53 nemendum frá áðurnefndum löndum sem munu fá að njóta hinnar víðfrægu gestrisni okkar Grindvíkinga.

Það er 12 manna nemdendahópur sem hefur tekið þátt í verkefninu hér í Grindavík. Hópurinn er fjölbreyttur, í honum eru bæði strákar og stelpur úr tveimur árgöngum. Ferðalögin og samveran hafa þjappað hópnum saman og myndast hafa ný vinabönd og þéttur kjarni sem hefur upplifað eitt og annað saman á ferðalögum sínum.

Blaðamaður Járngerðar fór og hitti hópinn á dögunum og spjölluðum við saman um verkefnið. Kom þar fljótt í ljós að krakkarnir höfðu upplifað ýmis ævintýri á ferðum sínum og kynnst nokkrum mismunandi menningarheimum. Skólinn í Lettlandi er t.a.m. staðsettur lengst út í sveit og aðstæður þar öllu frumstæðari en við eigum að venjast úr þægindum okkar hér á Íslandi. Þar lenti hópurinn líka í ákveðnum hremmingum á flugvellinum þegar þar brotlenti flugvél á flugbrautinni rétt áður en þau áttu sjálf að fara í loftið. „Neyddist" hópurinn því til að gista á 4 stjörnu hóteli þar sem flugvellinum var lokað tímabundið, sem sumir sögðu hápunkt ferðarinnar.

Þau voru þó sammála um að allstaðar hefðu þau upplifað mikla gestrisni, ekki síst í Lettlandi, þar sem þau fengu m.a. að kynnast vinnubrögðum úr sveitinni sem þætti sennilega frekar frumstæð hér á Íslandi. Í Færeyjum voru þau send í gönguferð yfir fjall sem innfæddum þótti ekki mikið tiltökumál svona til að skjótast á milli þorpa en leiðin var einir 16 kílómetrar og voru allir dauðfegnir að fá far til baka.

Verkefni eins og þetta ómetanleg reynsla

Þetta verkefni hefur verið mikill reynslubanki fyrir krakkana. Nefndu mörg að þau hefðu lært að ferðast og lært af mistökum á flugvöllum, en einn úr hópnum fór í fyrsta skipti til útlanda þegar farið var til Danmerkur 2015. Aðspurð um hvað væri svo eftirminnilegast nefndu næstum allir fyrst „zip-line" sem þau fóru í í Lettlandi. Kom sú upplifun mörgum í opna skjöldu en þau áttu ekki von á því að komast í slíka adrenalín skemmtun í Lettlandi þar þau upplifðu frá fyrstu hendi gríðarlegan menningarmun á ýmsum sviðum. Þar voru t.d. ekki vatnsklósett á öllum heimilum og einhverjir nemendur fengu það hlutverk að teyma kú á milli bæja.

Verkefnið er styrkt af Nordplus Junior sem er menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar. Markmið menntaáætlunar er að stuðla að samstarfi og gæðum í menntun á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Verkefnið á að hjálpa nemendum að sjá að þeir geti sett markið hátt og haft trú á sér úti í hinum stóra heimi því að litlir skólar hafa marga möguleika

 

Þessi grein birtist upprunalega í 1. tbl. Járngerðar 2017

Nýlegar fréttir

lau. 29. apr. 2017    Tökum saman höndum, siggasagga, siggasagga!
fös. 28. apr. 2017    Fjölbreytt náttúrufrćđikennsla - smakkađ á engisprettum
fös. 28. apr. 2017    Mörtugöngu frestađ
fös. 28. apr. 2017    Grindavík pakkađi KR saman - hreinn úrslitaleikur á sunnudaginn
miđ. 26. apr. 2017    Allir ađ mćta í gulu á morgun! Áfram Grindavík!
miđ. 26. apr. 2017    Sprengingar framundan í Grindavíkurhöfn
miđ. 26. apr. 2017    Grindvíkingar sigursćlir á páskamóti JR
miđ. 26. apr. 2017    Pennarnir á lofti í Gula húsinu
miđ. 26. apr. 2017    Vilt ţú stunda rekstur í Kvikunni?
miđ. 26. apr. 2017    Matseđill vikuna 1. - 5. mái í Víđihlíđ
ţri. 25. apr. 2017    Bćjarstjórnarfundur í beinni útsendingu núna
ţri. 25. apr. 2017    1. maí hátíđ í Grindavíkurkirkju - Leiksýning, pylsupartý og hoppukastali
ţri. 25. apr. 2017    Tölum saman - Samtal um ferđamál á Reykjanesi í Kvikunni
mán. 24. apr. 2017    KR lagđir ađ velli í Vesturbćnum!
mán. 24. apr. 2017    Útkall GULUR í kvöld!
mán. 24. apr. 2017    Mikiđ um dýrđir á vorfagnađi eldri borgara
mán. 24. apr. 2017    473. fundur Bćjarstjórnar Grindavíkurbćjar - dagskrá
mán. 24. apr. 2017    Bćjarmálafundir falla niđur í kvöld
mán. 24. apr. 2017    Óli Baldur međ fimm mörk í bikarsigri GG
mán. 24. apr. 2017    Sumarstörf á heilsuleikskólanum Króki
mán. 24. apr. 2017    Hitađ upp fyrir Pepsi-deildina í Gjánni annađ kvöld
fös. 21. apr. 2017    Rán um hábjartan dag í Grindavík
fös. 21. apr. 2017    Leikur 2 í kvöld - hvar verđur ţú?
fös. 21. apr. 2017    Jón Steinar međ forsíđumyndina á 200 mílum
fös. 21. apr. 2017    Bandarískur skólahópur heimsótti Kvikuna
Grindavík.is fótur