Fundur 1441

 • Bćjarráđ
 • 12.04.2017

1441. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 11. apríl 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Í upphafi fundar óskaði formaður heimildar til að taka á dagskrá með afbrigðum kynningu á umsögn til OS vegna leyfisveitinga og verði það dagskrárliður nr. 3.

Dagskrá:

1. 1701033 - Staðarvör 4: Ósk um lokaúttekt.
Eigendur Staðarvarar 4 höfðu óskað eftir að fá að koma á fund og samþykkti bæjarráð þá beiðni. Eigendurnir kynntu sín sjónarmið fyrir bæjarráði. Bæjarráð samþykkir að fresta málinu og bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.

2. 1704029 - Kalka - Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: Kynning á mögulegri sameiningu SS og Sorpu
Á fundinn mætti Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri Kölku sem og tveir starfsmenn frá Capacent og fóru þau yfir gögn er varða mögulega sameiningu. Allir aðal- og varabæjarstjórnarfulltrúar höfðu fengið tölvupóst um þessa kynningu og áttu þess kost að mæta.

3. 1703046 - Beiðni um umsögn: Nýtingarleyfi í Svartsengi/Eldvörpum.

Á fundinn mættu Ólafur Árnason og Ingi Ingason frá verkfræðistofunni Eflu og kynntu stöðu málsins. Allir aðal- og varabæjarstjórnarfulltrúar höfðu fengið tölvupóst um þessa kynningu og áttu þess kost að mæta. Bæjarráð samþykkir að fela Ólafi og Inga að móta tillögur að svarbréfi til OS í samræmi við umræður á fundinum og verði bréfið lagt fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.

4. 1703059 - Melhólsnáma: Vinnsluáætlun
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið. Bæjarráð felur sviðsstjóra að vinna að auglýsingu um umsýslu á Melhólsnámu.

5. 1703028 - Umsókn um lóð: Víðigerði fjölbýli
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið. Gatnagerð er ekki hafin á svæðinu og lóðirnar því ekki lausar til úthlutunar sem stendur. Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Austurbæjar-fasteignafélags og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

6. 1510110 - Kvikan: breytt nýting eða sala
Bæjarstjóri fór yfir málið og lögð voru fram drög að auglýsingu eftir rekstraraðilum í Kvikuna. Bæjarráð samþykkir að auglýsa á grundvelli draganna.

7. 1703071 - Samstarfssamnngur á milli Grindavíkurbæjar og Grindavíkurkirkju 2017-2020
Fyrir fundinum lágu drög að samningi um æskulýðsstarf milli Grindavíkurbæjar og Grindavíkurkirkju. Bæjarráð samþykkir samninginn.

8. 1703017 - Knattspyrnudeild UMFG: beiðni um framlengingu samnings um verktöku við umsjón mannvirkja 2017
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Björg Erlingsdóttir, hélt fund með fulltrúum knattspyrnudeildar og ritaði minnisblað sem lá fyrir fundinum. Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

9. 1703065 - Markaðsátak á Reykjanesi: Ferðamannaleiðin Blue Diamond
Bæjarráð hafnar samningi um framleiðslu og verkstjórn á markaðsátaki við félagið GRP ehf.

10. 1703072 - Lionsklubbur Grindavíkur: Ósk um styrk
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veita 1.000.000 kr. styrk til kaupa á hjálpartækjum til björgunarstarfa.

11. 1704013 - Tölvupóstur: Ábendingar vegna umgengni ferðamanna
Málið lagt fram til kynningar. Bæjarráð þakkar ábendinguna og vísar erindinu til umhverfis- og ferðamálanefndar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:45.

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Öldungaráđ / 11. júlí 2018

Fundur 4

Bćjarráđ / 10. júlí 2018

Fundur 1483

Hafnarstjórn / 4. júlí 2018

Fundur 459

Skipulagsnefnd / 2. júlí 2018

Fundur 42

Bćjarráđ / 26. júní 2018

Fundur 1482

Frístunda- og menningarnefnd / 6. júní 2018

Fundur 74

Bćjarstjórn / 20. júní 2018

Fundur 485

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27

Öldungaráđ / 9. maí 2018

Fundur 3

Bćjarráđ / 29. maí 2018

Fundur 1481

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Nýjustu fréttir 10

Malbikađ á Víkurbraut í dag

 • Fréttir
 • 12. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

 • Íţróttafréttir
 • 12. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 12. júlí 2018

Stuđningsfjölskyldur óskast

 • Fréttir
 • 6. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 6. júlí 2018

Sigtryggur Arnar til Grindavíkur

 • Íţróttafréttir
 • 5. júlí 2018