Frábćrar frumsýningar á árshátíđ elsta stigs

  • Grunnskólinn
  • 4. apríl 2017

Leikritin Partýland og Vinsæld voru frumsýnd í dag á árshátíð elsta stigs Grunnskóla Grindavíkur við mikinn fögnuð áhorfenda.   Í upphafi árshátíðar söng Olivia Rut Mazowiecka lagið Extra Ordinary eftir Lucy Hale og síðan voru leikritin sýnd hvort á eftir öðru. Kynnar voru þau Julia Piaskowska og Sindri Snær Gunnarsson.

Það voru nemendur í 7.- 8. bekkjum sem sýndu leikritið Partýland í stjórn Aldísar Davíðsdóttur leikkonu og nemendur í 9. - 10. bekk sýndu leikritið Vinsæld eftir Pálmar Guðmundsson í leikstjórn höfundar. 

Bæjarsýningar verða síðan miðvikudaginn og fimmtudaginn 5. og 6. apríl kl. 20:00, þá gefst bæjarbúum tækifæri á að koma og sjá sýningarnar. Miðaverð er 1000. kr fyrir fullorðna, 500. kr fyrir 6 - 12 ára og frítt er fyrir börn á leikskólaaldri.

Kaffisala verður bæði kvöldin og munu nemendur úr 10. bekk sjá um sölu á veitingum og er það liður í fjáröflun þeirra fyrir vorferðalagi.

Leikritið Partýland var unnið af nemendunum sjálfum upp úr spunaæfingum. Partýland er land sem iðar af fjöri og gleði, þar brosa allir allan daginn alla daga, dansa og syngja. Hvern dreymir ekki um endalaust partý. Partýkonungurinn stýrir landinu og uppi eru sögusagnir um að hann hafi myrt konuna sína og að fólk sé látið hverfa sé það ekki samþykkt reglum Partýlands. Óvæntir atburðir verða til þess að persóna utan Partýlands kemur í heimsókn og hægt og rólega fara hlutirnir að snúast á versta veg. Mjög spennandi hvað gerist þar?

Leikritið Vinsæld gerist í Grindavík og fjallar um líf nemenda við skólann. Gulli nemandi í skólanum þráir ekkert meira en að vera vinsæll. Hann er tilbúinn til að gera ýmislegt til að láta þennan draum rætast. Hvaða aðferðir notar hann og tekst honum ætlunarverk sitt? Við munum komast að því á sýningunni. Einnig fáum við innsýn inn í líf unglinga í Grindavík sem oft getur verið fullt af óvæntum uppákomum.

Hér eru nokkrar myndir úr sýningunum en fleiri myndir birtast á Facebook síðu Grunnskólans seinna. 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!