Góđur Dagur í Garđabć

  • Körfubolti
  • 1. apríl 2017

Grindvíkingar hófu 4-liða úrslitin með látum í gær þegar þeir skelltu Stjörnumönnum í Ásgarði, 78-96. Okkar menn voru að hitta virkilega vel meðan að lykilmenn Stjörnunnar náðu sér ekki á strik. Bakvarðaparið Lewis Clinch Jr og Dagur Kár Jónsson var í miklum ham og skoruðu þeir 29 og 26 stig. Alls settu Grindvíkingar 14 þrista í leiknum í 34 tilraunum sem gerir 41% nýtingu. 

Karfan.is var á staðnum og gerði leiknum skil í máli og myndum:

Grindvíkingar völtuðu yfir Garðbæinga í fyrsta leik

Stjarnan tók í kvöld á móti Grindavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla. Garðbæingar höfðu sópað út ÍR í átta liða úrslitum, en Grindvíkingar unnu Þór Þorlákshöfn í oddaleik. Síðast þegar þessi lið mættust í úrslitakeppninni var árið 2013, í oddaleik í úrslitaeinvíginu í Grindavík, þar sem Grindvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn það árið. Í ár eru það þó Stjörnumenn sem hafa heimaleikjaréttinn í seríunni, komi til oddaleiks. Eftir að Stjörnumenn voru þremur stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta vöknuðu Grindvíkingar heldur betur til lífsins í öðrum fjórðungi og unnu hann með 11 stigum og voru því 8 stigum yfir í hálfleik, 37-45. Eftir það litu gestirnir aldrei um öxl og unnu afskaplega sterkan útisigur í fyrsta leik seríunnar, lokastaðan 78-96.

Lykillinn

Eftir jafnan fyrsta leikhluta hreinlega hrukku gestirnir í gang. Sjálfstraustið skein af hverjum einasta leikmanni Grindavíkur og virtist á tímabili sem að gestirnir gætu ekki klikkað úr skoti. Dagur Kár Jónsson var sínum gömlu félögum afskaplega erfiður og þá átti Lewis Clinch einnig stórleik. Stjörnumenn voru hins vegar víðsfjarri sínu besta og virtust hreinlega hafa haldið að leikurinn væri búinn að loknum einum leikhluta. Í raun var ekki hægt að finna neitt jákvætt við leik Stjörnunnar og Garðbæingar þurfa að gera miklu betur í leik tvö.

Hetjan
Dagur Kár Jónsson virtist hafa gírað sig hárrétt upp fyrir þennan leik gegn sínu gamla félagi og var frábær í kvöld með 26 stig. Dagur átti líka tilþrif kvöldsins þegar hann skoraði flautuþrist nánast frá miðju í lok þriðja leikhluta með tvo leikmenn í andlitinu.

Tölfræðin

Stjörnumenn voru með 21% þriggja stiga nýtingu á móti 41% nýtingu gestanna. Þá voru heimamenn með 36% nýtingu alls, sem getur varla talist gott

Framhaldið
Næsti leikur liðanna er næstkomandi þriðjudagskvöld í Grindavík, þar sem Grindvíkingar geta komist í 2-0 og Stjörnumenn geta að sama skapi hefnt tapsins í kvöld.

Tölfræði leiks
Myndasafn

Umfjöllun / Elías Karl Guðmundsson
Myndir / Bára Dröfn
Viðtöl / Ólafur Þór


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir