Fundur 472

 • Bćjarstjórn
 • 29.03.2017

472. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 28. mars 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson 1. varaforseti, Guðmundur L. Pálsson Bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir forseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir 2. varaforseti, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir að taka eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum sem 8. mál:

1703053 Gunnuhver: Deiliskipulag.

Mál síðar í dagskránni færast því aftar sem því nemur.

Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1. 1703046 - Beiðni um umsögn: Nýtingarleyfi í Svartsengi/Eldvörpum.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Páll Jóhann og Guðmundur

Skipulagsnefnd vísar til erindis Orkustofnunar þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn HS-Orku um nýtingarleyfi á jarðhita á Svartsengis-Eldvarpa svæðinu. Orkustofnun gefur frest til 24. mars til að gefa umsögn. Málið er mikilvægt og varðar jarðhitahagsmuni Grindavíkur, auðlindastefnu og skipulag. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að óska eftir viðbótarfresti til að skila umsögn og jafnframt að leggja drög að umsögn um málið fyrir nefndina.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að óska eftir viðbótarfresti.

2. 1703050 - Hafnagata 8-10: Fyrirspurn um breytta notkun.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Marta, Guðmundur, Páll Jóhann og Jóna Rut

Erindi frá Þorbirni hf. 420369-0429. Í erindinu er óskað eftir breyttri notkun á Hafnargötu 8-10 í gistiheimili fyrir 39 stúdíóíbúðir. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi þar sem reitnum er breytt í verslun og þjónustu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

3. 1609020 - Stapafellsnáma: Matsáætlun

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María og Páll Jóhann

Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum efnistöku Ístaks í Stapafelli lögð fram.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 23. fundi þann 21.11.2016 og telur að afmarka verði raskað svæði með hnitsettum uppdrætti. Einnig telur nefndin að gera verði grein fyrir Árnastígnum um svæðið og hvaða áhrif náman hefur á gönguleiðina. Einnig verði skilgreint hvernig og hvar efni sem gætu haft áhrif á vatnsgæði eru geymd.

Bæjarstjórn vísar í fyrri umsögn skipulagsnefndar.

4. 1702083 - Umsókn um byggingarleyfi: Austurvegur 26b.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Erindi frá 240 ehf. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir 10 smáhýsum við Austurveg 26b. Erindinu fylgja teikningar og greinargerð unnin af Svövu Jóns arkitekt dagsett 16.2.2017.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt og byggingarleyfi verði veitt þegar skilyrði kafla 2.4. byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

5. 1703068 - Umsóknir um lóðir: Norðurhóp 62, 64 og 66
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María og Páll Jóhann

Fyrir liggja umsóknir frá þremur aðilum um lóðirnar Norðurhóp 66, 64 og 62. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hver aðili fái úthlutað einni lóð og að skipulagsfulltrúa verði falið að boða umsækjendur á fund og dregið verði um hver fær hvaða lóð.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

6. 1701033 - Staðarvör 4: Ósk um lokaúttekt.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Erindi frá eigendum Staðarvarar 4. Erindinu fylgir greinargerð ásamt svörum Mannvirkjastofnunar vegna málsins. Í svörum Mannvirkjastofnunar kemur fram að stofnunin mun ekki aðhafast meira í málinu. Í greinargerð kemur fram að mannvirkið er skráð á byggingarstig 7, þrátt fyrir að lokaúttekt hafi ekki farið fram. Í erindinu er óskað eftir að sveitarfélagið uppfylli lagaskyldur sínar með þvi að láta lokaúttekt fara fram.
Ekki hefur verið skilað inn fullnægjandi teikningum vegna framkvæmdarinnar. Skipulagsnefnd bendir á að byggingarfulltrúi mun framkvæmda lokaúttekt þegar fullnægjandi teikningum hefur verið skilað inn til byggingarfulltrúa.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

7. 1703054 - Breyting á aðalskipulagi: Miðbær
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María og Guðmundur

Skipulagsnefnd tók fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 og tillögu að nýju deiliskipulag fyrir miðbæjarsvæðið. Aðalskipulagsbreytingin er unnin af EFLU verkfræðistofu dagsett 16.3.2017 og deiliskipulagið af Alta dagsett 15.3.2015
Skipulagsnefnd samþykkir að tillögurnar verði kynntar skv. 2. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki tillögurnar skv. 3. mgr. 30.gr. og 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

8. 1703053 - Gunnuhver: deiliskipulag
Máli bætt á dagskrá bæjarstjórnarfundar nr. 472 með afbrigðum.

Til máls tóku: Kristín María

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagslýsingin verði samþykkt og hún kynnt skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

9. 1703010 - Grunnskóli: Starfslok skólastjóra
Til máls tók: Kristín María

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs óskar eftir viðauka að fjárhæð 1.000.000 kr. til að standa straum af ráðningarferli á nýjum skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 1.000.000 sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðaukann.

10. 1701086 - Fjárhagsaðstoð 2017: Grunnur
Til máls tók: Kristín María

Félagsmálanefnd leggur til hækkun á framfærslugrunni reglna Grindavíkurbæjar um fjárhagsaðstoð frá og með 1. mars 2017. Lagt er til að fjárhæðin hækki í 135.000 kr.
Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar og vísar tillögunni til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða

11. 1505080 - Starfsmannastefna Grindavíkurbæjar: breytingatillaga vegna heilsustyrkja
Til máls tóku: Kristín María, Marta, Guðmundur, Hjálmar, Ásrún, Jóna Rut og Páll Jóhann

Vinnuverndarnefnd leggur til breytingu á 9. tölulið í heilsueflingarkafla Starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar. Lagt er til að 9. töluliður orðist svo:
"Kaupa á íþróttabúnaði til eigin nota".

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykktir tillöguna með 5 atkvæðum, Guðmundur og Hjálmar sitja hjá.

12. 1510040 - Fundargerðir: Þekkingarsetur Suðurnesja
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Ásrún og Páll Jóhann

Fundargerð 21. fundar, dags. 8. mars 2017 lögð fram til kynningar.

13. 1701066 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Jóna Rut, Páll Jóhann, Hjálmar, Ásrún og Marta

Fundargerð 713. fundar, dags. 8. mars 2017 lögð fram til kynningar.

14. 1701058 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2017

Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Marta, Páll Jóhann, Guðmundur, Hjálmar og bæjarstjóri

Fundargerð 478. fundar, dags. 9. mars 2017 lögð fram til kynningar.

15. 1702014 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2017

Til máls tóku: Kristín María, Ásrún, bæjarstjóri, Hjálmar og Jóna Rut

Fundargerð 847. fundar, dags. 24. febrúar 2017 lögð fram til kynningar.

16. 1703013 - Fundargerðir: Heklan 2017

Til máls tóku: Kristín María, bæjarstjóri, Guðmundur og Jóna Rut

Fundargerðir 53. fundar, dags. 25. nóvember 2016, 54. fundar, dags 20. janúar 2017 og 55. fundar, dags. 24. febrúar 2017 lagðar fram til kynningar.

17. 1703069 - Fundargerðir: Kvikan 2017
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Páll Jóhann, Marta, Guðmundur, Ásrún og bæjarstjóri

Fundargerð stjórnar Kvikunnar, dags. 20. mars 2017 lögð fram til kynningar.

18. 1702062 - Umferðaröryggi á Grindavíkurvegi: Samráðsfundir
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Guðmundur, Hjálmar, Páll Jóhann, bæjarstjóri, Ásrún og Marta

Fundargerðir samráðshóps um bætt umferðaröryggi á Grindavíkurvegi, dags. 8. febrúar og 22. mars 2017 lagðar fram til kynningar.

19. 1703005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1437
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, bæjarstjóri og Jóna Rut

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

20. 1703013F - Bæjarráð Grindavíkur - 1438
Til máls tóku: Kristín María, Páll Jóhann, Hjálmar, Ásrún, Marta, Jóna Rut, Guðmundur og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

21. 1703016F - Bæjarráð Grindavíkur - 1439
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Jóna Rut, Hjálmar, Ásrún og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

22. 1703003F - Fræðslunefnd - 62
Til máls tóku: Kristín María og Jóna Rut

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

23. 1703007F - Skipulagsnefnd - 27
Til máls tók: Kristín María, Guðmundur og Jóna Rut.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

24. 1703004F - Frístunda- og menningarnefnd - 61
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Ásrún, Páll Jóhann, Guðmundur og Hjálmar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

25. 1703009F - Félagsmálanefnd - 76
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

26. 1703010F - Félagsmálanefnd - 77
Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

27. 1703017F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 20
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Hjálmar, Guðmundur, Jóna Rut, Ásrún, Páll Jóhann, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

28. 1703012F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 449
Til máls tóku: Kristín María, Páll Jóhann, Hjálmar, Guðmundur og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:40.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Öldungaráđ / 11. júlí 2018

Fundur 4

Bćjarráđ / 10. júlí 2018

Fundur 1483

Hafnarstjórn / 4. júlí 2018

Fundur 459

Skipulagsnefnd / 2. júlí 2018

Fundur 42

Bćjarráđ / 26. júní 2018

Fundur 1482

Frístunda- og menningarnefnd / 6. júní 2018

Fundur 74

Bćjarstjórn / 20. júní 2018

Fundur 485

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27

Öldungaráđ / 9. maí 2018

Fundur 3

Bćjarráđ / 29. maí 2018

Fundur 1481

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Nýjustu fréttir 10

Malbikađ á Víkurbraut í dag

 • Fréttir
 • 12. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

 • Íţróttafréttir
 • 12. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 12. júlí 2018

Stuđningsfjölskyldur óskast

 • Fréttir
 • 6. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 6. júlí 2018

Sigtryggur Arnar til Grindavíkur

 • Íţróttafréttir
 • 5. júlí 2018