Fundur 27

 • Skipulagsnefnd
 • 24.03.2017

27. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 23. mars 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Jón Emil Halldórsson varamaður, Ámundínus Örn Öfjörð varamaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 1703060 - Áningastaðir fyrir ferðamenn: kynning
Frestað.

2. 1703054 - Breyting á aðalskipulagi: Miðbær
Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 og tillaga að nýju deiliskipulag fyrir miðbæjarsvæðið. Aðalskipulagsbreytingin er unnin af EFLU verkfræðistofu dagsett 16.3.2017 og deiliskipulagið af Alta dagsett 15.3.2015
Gerð var tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins ásamt deiliskipulagi fyrir miðbæ Grindavíkur árið 2012. Skipulagstillögurnar voru báðar auglýstar frá 22. desember 2012 til 2. febrúar 2013. Vegna formgalla voru tillögurnar endurauglýstar fra 1.mars ? 12. apríl 2013. Tillögurnar voru ekki staðfestar í B- deild Stjórnartíðinda og er málið því aftur tekið upp. Gerðar hafa verið breytingar á aðalskipulagsbreytingunni þannig að Víkurbraut 31 verður miðsvæði (þar sem verslun og þjónusta er leyfð). Megin forsendur breytingarinnar og deiliskipulagið haldast óbreytt. Deiliskipulagið fyrir svæðið verður auglýst samhliða breytingartillögunni.

Um er að ræða breytingu á þéttbýlisuppdrætti gildandi Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030, miðbæjarsvæði Grindavíkur. Tilgangur aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulagsins er að skapa umgjörð um lifandi miðbæ í Grindavík með blandaðri notkun fyrir verslanir, þjónustu- og íbúðarsvæði. Einnig er mikilvægt að auka umferðaröryggi og gera gangandi og hjólandi vegfarendum hærra undir höfði. Skipulagsáætlanirnar falla undir lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana þar sem innan þeirra er tengibraut í þéttbýli, sbr. 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Því er umhverfisskýrsla lögð fram með skipulagstillögunum.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillögurnar verði kynntar skv. 2. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki tillögurnar skv. 3. mgr. 30.gr. og 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga.

3. 1703053 - Gunnuhver: deiliskipulag

Tekin fyrir lýsing á fyrirhugðu deiliskipulagi við Gunnuhver unnin af Landmótun dagsett 16.03.2017
Reykjanes-, Grindavíkurbær og Reykjanes Geopark hafa ákveðið að gera deiliskipulag fyrir Gunnuhver og aðliggjandi svæði en um er að ræða vinsælan áfangastað á suðvestanverðu Reykjanesi. Deiliskipulagssvæðið er samtals um 57 ha að stærð. Tilgangur verkefnisins er að vinna skipulag fyrir nánasta umhverfi Gunnuhvers ásamt aðliggjandi svæðum þar sem lögð er áhersla á bætt og öruggara aðgengi og aukið verði gildi svæðisins til útivistar.
Um leið er verið að stýra umferð og vernda svæðið með auknum ágangi. Megin markmið með deiliskipulagsáætlun er að skilgreina aðkomu að svæðinu, skilgreina áningastaði og bílastæði og bæta aðstöðu til útivistar á svæðinu í heild. Áninga- og útsýnisstaðir sem og stígagerð verði aðlagað landi eins og kostur er til að minnka sjónræn áhrif.
Deiliskipulagssvæðið er á mörkum tveggja sveitarfélaga. Í gildi er Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2008-2024. Í því aðalskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem blönduð landnotkun iðnaðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota sem og svæði sem njóta sérstakrar verndar. Innan iðnaðarsvæðis þá kemur fram að við uppbygginu á svæðinu verði tryggt gott aðgengi ferðamanna að þeim ferðamannastöðum sem eftirsóttastir eru þ.e. hverasvæði við Gunnuhver, Valahnjúkur, Reykjanesviti og Reykjavegur. Í vinnslu er endurskoðun aðalskipulags og er umfjöllun um svæðið sambærileg. Í kafla 2.1. um svæði á náttúruminjaskrá er lagt til aðgengi fyrir alla verði tryggt á hverasvæðinu við Gunnuhver og við Valahnjúk, með uppbyggingu stíga og lagfæringu vega á svæðinu.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og hún kynnt skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

4. 1703020 - Fyrirspurn um matsskyldu: Fiskeldi á iðnaðarsvæði i6

Tekin fyrir fyrirspurn vegna matsskyldu fyrir Húsatóftir, merkt i6 í aðalskipulagi. Í fyrirspurninni er óskað eftir upplýsingum um hvort deiliskipulag fyrir svæðið skuli lúta mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd frestar málinu og óskar eftir nánari lýsingu á fyrirhuguðum framkvæmdum þ.e. stærðir byggingarreita og hvort um sé að ræða uppbyggingu eða auknu fiskeldi eða ekki.

5. 1702083 - Umsókn um byggingarleyfi: Austurvegur 26b.

Erindi frá 240 ehf. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir 10 smáhýsum við Austurveg 26b. Erindinu fylgja teikningar og greinargerð unnin af Svövu Jóns arkitekt dagsett 16.2.2017.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt og byggingarleyfi verði veitt þegar skilyrði kafla 2.4. byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.

6. 1703046 - Beiðni um umsögn: Nýtingarleyfi í Svartsengi/Eldvörpum.
Beiðni Orkustofnunar um umsögn um nýtingarleyfi á jarðhita á Svartsengis-Eldvarpa jarðhitasvæðinu á Reykjanesi tekin fyrir.

Vísað er til erindis Orkustofnunar þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn HS-Orku um nýtingarleyfi á jarðhita á Svartsengis-Eldvarpa svæðinu. Orkustofnun gefur frest til 24. mars til að gefa umsögn. Málið er mikilvægt og varðar jarðhitahagsmuni Grindavíkur, auðlindastefnu og skipulag. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að óska eftir viðbótarfresti til að skila umsögn og jafnframt að leggja drög að umsögn um málið fyrir nefndina.

7. 1703050 - Hafnagata 8-10: Fyrirspurn um breytta notkun.
Erindi frá Þorbirni hf. 420369-0429. Í erindinu er óskað eftir breyttri notkun á Hafnargötu 8-10 í gistiheimili fyrir 39 stúdíóíbúðir. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi þar sem reitnum er breytt í verslun og þjónustu.

8. 1609020 - Stapafellsnáma: Matsáætlun

Tekin fyrir matsáætlun vegna Stapafelsnámu dagsett 13.3.2017. Skipulagsnefnd minnir á fyrri athugasemdir.

9. 1602073 - Endurnýjun götumyndar: Arnar-, Borgar og Staðarhraun.
Lagt fram, sviðsstjóra falið að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum

10. 1512031 - Viðhald: bílastæði og akbrautir innan lóða
Sviðsstjóra falið að gera drög að bréfi til íbúa í samræmi við leið 1 í minnisblaði dagsett 30.11.2016 og leggja fyrir nefndina.

11. 1703028 - Umsókn um lóð: Víðigerði fjölbýli

Erindi frá Austurbæ fasteignafélags ehf. 481216-0520. Í erindinu er óskað eftir lóðum undir þrjú fjölbýlishús í Víðigerði. Til þess að lóðirnar verði tilbúnar til úthlutunar þarf að fara í gatnagerð á svæðinu. Við það er hægt að úthluta 5 fjölbýlishúsum á svæðinu. Í minnisblaði sviðsstjóra kemur fram að áætlað er að gatnagerðargjöld standi undir gatnagerð á svæðinu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í gatnagerð á svæðinu og samþykkt verði að úthluta einni lóð til umsækjanda.

12. 1703055 - Umsókn um lóð: Fjölbýli í Víðigerði
Erindi frá Rýma arkitektum kt. 711003-2310. Í erindinu er óskað eftir lóð undir fjölbýlishús í Víðigerði. Til þess að lóðirnar verði tilbúnar til úthlutunar þarf að fara í gatnagerð á svæðinu. Við það er hægt að úthluta 5 fjölbýlishúsum á svæðinu. Í minnisblaði sviðsstjóra kemur fram að áætlað er að gatnagerðargjöld standi undir gatnagerð á svæðinu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarsjtórn að farið verði í gatnagerð á svæðinu og samþykkt verði að úthluta lóð til umsækjanda.

13. 1703034 - Umsókn um lóð: Norðurhóp 66
Fyrir fundinum liggja fyrir umsóknir frá þremur aðilum um lóðirnar Norðurhóp 66, 64 og 62. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hver aðili fái úthlutað einni lóð og að skipulagsfulltrúa verði falið að boða umsækjendur á fund og dregið verði um hver fær hvaða lóð.

14. 1703033 - Umsókn um lóð: Norðurhóp 64
Fyrir fundinum liggja fyrir umsóknir frá þremur aðilum um lóðirnar Norðurhóp 66, 64 og 62. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hver aðili fái úthlutað einni lóð og að skipulagsfulltrúa verði falið að boða umsækjendur á fund og dregið verði um hver fær hvaða lóð.

15. 1703032 - Umsókn um lóð: Norðurhóp 62

Fyrir fundinum liggja fyrir umsóknir frá þremur aðilum um lóðirnar Norðurhóp 66, 64 og 62. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hver aðili fái úthlutað einni lóð og að skipulagsfulltrúa verði falið að boða umsækjendur á fund og dregið verði um hver fær hvaða lóð.

16. 1703031 - Umsókn um lóð: Norðurhóp 66

Fyrir fundinum liggja fyrir umsóknir frá þremur aðilum um lóðirnar Norðurhóp 66, 64 og 62. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hver aðili fái úthlutað einni lóð og að skipulagsfulltrúa verði falið að boða umsækjendur á fund og dregið verði um hver fær hvaða lóð.

17. 1703030 - Umsókn um lóð: Norðurhóp 64

Fyrir fundinum liggja fyrir umsóknir frá þremur aðilum um lóðirnar Norðurhóp 66, 64 og 62. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hver aðili fái úthlutað einni lóð og að skipulagsfulltrúa verði falið að boða umsækjendur á fund og dregið verði um hver fær hvaða lóð.

18. 1703029 - Umsókn um lóð: Norðurhóp 62
Fyrir fundinum liggja fyrir umsóknir frá þremur aðilum um lóðirnar Norðurhóp 66, 64 og 62. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hver aðili fái úthlutað einni lóð og að skipulagsfulltrúa verði falið að boða umsækjendur á fund og dregið verði um hver fær hvaða lóð.

19. 1703056 - Umsókn um lóð: Norðurhóp 66
Fyrir fundinum liggja fyrir umsóknir frá þremur aðilum um lóðirnar Norðurhóp 66, 64 og 62. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hver aðili fái úthlutað einni lóð og að skipulagsfulltrúa verði falið að boða umsækjendur á fund og dregið verði um hver fær hvaða lóð.

20. 1703001F - Afgreiðslunefnd byggingamála - 13
Lagt fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Öldungaráđ / 11. júlí 2018

Fundur 4

Bćjarráđ / 10. júlí 2018

Fundur 1483

Hafnarstjórn / 4. júlí 2018

Fundur 459

Skipulagsnefnd / 2. júlí 2018

Fundur 42

Bćjarráđ / 26. júní 2018

Fundur 1482

Frístunda- og menningarnefnd / 6. júní 2018

Fundur 74

Bćjarstjórn / 20. júní 2018

Fundur 485

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27

Öldungaráđ / 9. maí 2018

Fundur 3

Bćjarráđ / 29. maí 2018

Fundur 1481

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Nýjustu fréttir 10

Malbikađ á Víkurbraut í dag

 • Fréttir
 • 12. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

 • Íţróttafréttir
 • 12. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 12. júlí 2018

Stuđningsfjölskyldur óskast

 • Fréttir
 • 6. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 6. júlí 2018

Sigtryggur Arnar til Grindavíkur

 • Íţróttafréttir
 • 5. júlí 2018