Fundur 1439

1439. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 21. mars 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Magnús Andri Hjaltason varam. áheyrnarfulltrúa, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður heimildar að taka á dagskrá með afbrigðum málefni Kvikunnar sem dagskrárlið nr. 5.

Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1. 1606003 - Tjaldsvæði: Smáhýsi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, sat fundinn undir þessum lið og kynnti hann málið.

Drög að samningi við 240 ehf. lögð fram.

Sviðsstjóri óskar eftir viðauka við fjárhagáætlun ársins 2016 vegna framkvæmda á svæðinu.
Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 14.000.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 14.000.000 kr. sem verði fjármagnaður með hækkun á áætlun gatnagerðargjalda að fjárhæð 10.000.000 kr. og lækkun á handbæru fé að fjárhæð 4.000.000 kr.

2. 1611009 - Ársuppgjör 2016: Grindavíkurbær og stofnanir

Yfirlit helstu frávika í rekstri frá fjárhagsáætlun 2016 lagt fram.

3. 1703039 - Nefndarsvið Alþingis: beiðni um umsögn, 120. mál, afnám lágmarksútsvars

Bæjarráð Grindavíkur ræddi frumvarpið í desember 2014 og afstaða þess hefur ekki breyst. Þá taldi bæjarráð mikilvægt að við mat á því hvort æskilegt væri að afnema lágmarksútsvar, yrðu könnuð áhrif slíkra breytinga á aðra tekjustofna sveitarfélaga, ekki síst Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og framlög hans til sveitarfélaga sem kjósa að afnema lágmarksútsvar.

4. 1703057 - Rósa S Baldursdóttir: Umsókn um launalaust leyfi

Bæjarráð samþykkir erindið.

5. 1510110 - Kvikan: breytt nýting eða sala

Stjórn Kvikunnar leggur til að leitað verði leiða að bæta reksturinn með því að auglýsa eftir rekstaraðilum inn í húsið.

Bæjarráð tekur undir með stjórn Kvikunnar og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.

 

 

Grindavík.is fótur