Fengu bikar fyrir lestur

  • Grunnskólinn
  • 21. mars 2017

Samhliða Allir lesa - landsleiknum í lestri sem haldin var á þorranum var haldin keppni milli bekkja í Grunnskóla Grindavíkur. Stjórnendur Grunnskólans ákváðu að gefa þeim bekkjum bikar sem læsu mest á hverju stigi fyrir sig. Síðastliðinn föstudag var miðstigsbikarinn afhentur en það var 5.A sem las mest eða 24.570 mínútur, það gera 1.116 mínútur á barn eða 18,6 klukkustundir. Geri aðrir betur! Kristjana Jónsdóttir deildarstjóri miðstigs afhenti bekknum bikarinn við mikinn fögnuð, fyrir fullum sal á úrslitum spurningarkeppninnar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir