Skák er hugaríţrótt og góđ viđbót í íţróttabćnum

  • Grunnskólinn
  • 20. mars 2017

Skákkennsla hefur fest sig í sessi í Grunnskóla Grindavíkur. Skák er kennd í 4. bekk og nemendur geta valið á milli skák og danskennlsu í 5. og 6. bekkjum. Skák er líka valgrein á elsta stigi. Einnig er boðið upp á skákkennslu eftir skóla á yngsta stigi. Siguringi Sigurjónsson skákmaður sér um skákkennsluna og hefur hann ennfremur verið með aukaæfingar eftir skóla fyrir þá kappsömustu.

Siguringi hefur farið með krakkana í Miðgarð þar sem eldri borgarar mæta og tefla við unga fólkið. Ómetanlegt er fyrir ungt fólk að fá tækifæri til að læra að tefla. Skák er hugaríþrótt, þjálfar rökhugsun og eykur þolinmæði og þrautseigju.
Myndirnar sem hér fylgja eru teknar á nýliðnu Íslandsmóti 4.-7. bekkjar sem haldið var í Grindavík. Þar varð C-sveit Grunnskóla Grindavíkur bæði efst C-sveita og landsbyggðarsveita.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir