Hugmyndavinna stuđningsmannafélags Grindavíkur á ţriđjudaginn kl. 20:00

  • Knattspyrna
  • 20. mars 2017

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu, boðar áhugasama stuðningsmenn til fundar í Gjánni næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20:00. Það styttist í Pepsi-deildina 2017 þar sem Grindavík mun eiga fulltrúa í báðum deildum og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Fundurinn er öllum opinn og hvetjum við sem flesta til mæta og þjappa sér saman í kringum liðin okkar eins og okkur Grindvíkingum er einum lagið.

Óli Stefán sendir stuðningsmönnum eftirfarandi hugleiðingar fyrir fundinn:

Nú þegar fótbolta tímabilið nálgast óðum er ráð að setjast niður og skipuleggja starf stuðningsmannafélags Grindavíkur.

Báðir meistaraflokkar Grindavíkur tryggðu sér rétt til þess að leika á meðal þeirra bestu næsta sumar. Bæði lið undirbúa sig af krafti núna í vetur til þess að vera klár í slaginn þegar blásið verður til leiks í maí.

Síðustu ár hafa verið okkur erfið innan vallar sem utan og tekið tíma að vinna sig upp aftur. Nú er sá tími að baki og tími til kominn að blása til sóknar.

Ég hef mikinn áhuga á því að vekja upp það góða starf sem stuðningsmannafélagið Stinningskaldi stóð fyrir hér um árabil. Það er klárt að sá kjarni er enn til staðar en við þurfum að fara saman í það að endurskipuleggja það góða starf og auka við þann kjarna.

Með þetta í huga hef ég ákveðið að boða til opins fundar þriðjudaginn 21. mars í Gjánni kl 20.00.

Þarna viljum við sjá áhugafólk um knattspyrnu mæta með sýnar hugmyndir sem hægt verður að vinna úr.

Það er ljóst að með þessari vinnu vonumst við til þess að auka þá nauðsynlegu stemningu og gleði sem er svo mikilvægur partur af því að ná árangri á vellinum.

Sameinumst nú um það að standa á bak við liðin okkar í baráttu á meðal þeirra bestu næsta sumar.

 

Þjálfari meistaraflokks karla.

Óli Stefán Flóventsson

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!