Kólumbus í Grindavík í Kvennó kl. 16:00

  • Menningarfréttir
  • 19. mars 2017

Sunnudaginn 19. mars verður mikið um að vera í Kvennó þegar leikritið Kólumbus í Grindavík verður sýnt klukkan 16:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan að húsrúm leyfir. 

Leikritið fjallar um Kristófer Kólumbus og félaga hans, sem ætla að sigla til Indlands en fara óvart í norður og enda á Íslandi, nánar tiltekið í Grindavík. Þar hitta þeir innfædda og kynnast meðal annars sérkennilegri matarmenningu þeirra. Leikritið tekur um 30 mínútur og kitlar hláturtaugar gesta enda einkar lífslagður og kröftugur hópur sem stendur að sýningunni.

Leikararnir eru frá Spáni, Serbíu, Þýskalandi, Belgíu, Kúbu og Íslandi. Konur úr Múltíkúltíkórnum taka þátt í uppsetningunni en stjórnandi þeirra er Margrét Pálsdóttir. Leikritið semja leikararnir sjálfir og vilja með því finna fjölbreyttar leiðir til að læra íslensku um leið og þau efla samfélag spænskumælandi fólks á Ísland. Leikstjóri er Ólafur Guðmundsson. Leikritið er liður í verkefninu Tungumál gegnum leiklist sem er á vegum félagsins Hola - Félag spænskumælandi á Íslandi.

Nú er um að gera að skella sér í Kvennó og sjá þessa skemmtilegu sýningu!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir