Listasmiđja barna á laugardaginn - skráning stendur yfir

  • Menningarfréttir
  • 16. mars 2017

Laugardaginn 18. mars kl. 13:00-15:00 verður listasmiðja í Hópsskóla. Smiðjan er opin öllum sem hafa áhuga á að skapa og leika sér. Við ætlum að skoða söguna um Járngerði og Þórkötlu og leika okkur með hugmyndina um hús og söguna á bakvið húsin og bæinn okkar. 

Notast verður við ýmsan efnivið t.d pappakassa, efnisbúta, garn, plast og fleira. Einnig leikum við okkur að ljósi og skuggum, syngjum og skemmtum okkur saman. Allir eru velkomnir, við gerum ráð fyrir að börn yngri en fimm ára komi í fylgd með fullorðnum. Síðustu þrjú árin hefur myndast skemmtileg stemning í listasmiðjunni þar sem börn og fullorðnir hafa skapað saman skemmtileg ævintýri.

Skráning í listasmiðjuna er á netfangið Kristin.visirhf@simnet.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!