Sumarstörf - Starfsmenn á tjaldsvæði

  • Stjórnsýsla
  • 10. mars 2017

Grindavíkurbær og og Kvikan, auðlinda- og menningarhús, auglýsa eftir starfsfólki til að starfa á tjaldsvæði Grindavíkurbæjar sumarið 2017. Starfstímabilið er frá 8. maí til 31. ágúst, með möguleika á aukavöktum í september og október. Ráðnir verða þrír starfsmenn sem ganga munu vaktir á þessum tveimur starfsstöðvum. Á tjaldsvæðinu á virkum dögum og í Kvikunni um helgar.

Starfið felst í móttöku gesta, upplýsingaveitu, uppgjöri og þrifum. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu.

Leitað er að einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa:
- ríka þjónustulund
- góða tungumálakunnáttu (enska og eitt Norðurlandamál skilyrði)
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt
- góða hæfni í mannlegum samskiptum
- mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki síst góða þekkingu á staðháttum í Grindavík og nágrenni.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björg Einarsdóttir sviðsstjóri í síma 420 1100, netfang: bjorg@grindavik.is

Rafrænt umsóknareyðublað

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum