Sumarstarf - Starfmađur í Kvikuna

Grindavíkurbær og Kvikan, auðlinda- og menningarhús, auglýsa eftir starfsmanni til að starfa í Kvikunni vor og sumar 2017.

Vinnutími er frá 10:00 - 17:00 alla virka daga. Starfið felst í móttöku gesta, upplýsingaveitu, uppgjöri og þrifum. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu.

Leitað er að einstaklingi 20 ára og eldri sem hefur:
- ríka þjónustulund
- góða tungumálakunnáttu (enska og eitt Norðurlandamál skilyrði)
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og hafa frumkvæði
- góða hæfni í mannlegum samskiptum
- mikla ábyrgðartilfinningu og síðast en ekki síst góða þekkingu á staðháttum í Grindavík og nágrenni.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björg Einarsdóttir sviðsstjóri í síma 420 1100, netfang: bjorg@grindavik.is

Rafrænt umsóknareyðublað

 

Grindavík.is fótur