Íslenski fíllinn - ţrjár sýningar í Menningarviku

  • Menningarfréttir
  • 10. mars 2017

Brúðuleiksýningin um íslenska fílinn hefur notið mikilla vinsælda í Þjóðleikhúsinu og í Menningarvikunni kemur sýningin til okkar í Grindavík. Leikskólabörnum og yngstu börnum í Grunnskólanum er boðið á sýninguna. Leikskólinn Laut fær íslenska fílinn í heimsókn mánudaginn 13. mars klukkan 14:00. Leikskólabörn í Króki hitta íslenska fílinn í Hópsskóla miðvikudaginn 15. mars klukkan 14:00 og nemendur Grunnskólans klukkan 16:00. Foreldrum er velkomið að fylgja börnum sínum á sýninguna. Aðgangur er ókeypis.

Sagan um íslenska fílinn er skemmtileg og fyndin, en fjallar jafnframt um mikilvæga hluti, eins og þrautseigju og hugrekki til að takast á við hið óþekkta. En það getur reynst þrautin þyngri að aðlagast nýjum aðstæðum án hjálpar annarra.
Miklir þurrkar geisa í Afríku - lítill munaðarlaus fílsungi vill ekki farast. Hann hittir kríu sem hvíslar í eyra hans ævintýralegri sögu af eyju í norðri, þar sem finna má óþrjótandi vatn í öllum mögulegum myndum. Fílsunginn ákveður að leggja upp í langt og erfitt ferðalag til að finna þennan ótrúlega stað. Upplýsingar um Brúðuheima má finna á Facebook-síðu Brúðheima - Brúðuloftið.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir