Upptökur á ţáttaröđinni Black Mirror viđ Kleifarvatn

  • Fréttir
  • 8. mars 2017

Næstu daga mun kvikmyndatökulið á vegum True North taka upp efni fyrir Netflix-þáttaröðina Black Mirror við Kleifarvatn. Tekið verður upp dagana 10., 16. og 17. mars og má búast við einhverjum töfum á umferð á svæðinu meðan á tökum stendur. Um 100 manns koma að verkefninu og má því búast við að nokkuð líflegt verði á svæðinu þessa daga.

Rúv.is greindi frá:

Framleiðslufyrirtækið True North hefur fengið leyfi fyrir tökum á Netflix-þáttaröðinni Black Mirror við Grænavatn og Kleifarvatn 10.mars og 16. og 17. mars. Í þættinum sést meðal annars hvar poka og reiðhjóli er hent í Kleifarvatn.

Í umsókn True North til Umhverfisstofnunar kemur fram að tökur muni fara fram við fjósið við Grænavatn þann 10. mars en fjósið hefur staðið ónotað í rúm sextíu ár. Tökurnar fara að mestu leyti fram innan dyra en stutt atriði verður utandyra.

Við Krísuvíkurveg fara tökur fram á og við veginn og við kletta rétt norðan við Syðristapa og á stapanum sjálfum. Á klettinum stendur til að henda poka og reiðhjóli í vatnið en tökuliðið verður með Zodiak-bát og kafara á svæðinu af öryggisástæðum og til að hægt verði að ná í leikmunina sem kastað verður í vatnið. Til þess að geta sjósett bátinn þarf tökuliðið að aka utan vegar, eftir slóða með kerru.

Þá kemur fram í umsókn True North að loka þurfi tímabundið fyrir umferð en þó aldrei meira en 5 mínútur í senn. Um 100 manns og þrír leikara koma að tökunum og verða tökustaðabúðir á bílastæði Seltúns. Þar verður salernisbíll ásamt níu vörubílum með tækjum og 25 fólks-og sendibílum.

Umhverfisstofnun veitti fyrir sitt leyti leyfi fyrir tökunum en með nokkrum skilyrðum. Til að mynda skal Umhverfisstofnun tilkynnt hvenær undirbúningur hefst og þegar frágangi lýkur. Þá á að koma fyrir merkingum við Kleifarvatn að leyfi Umhverfisstofnunar hafi fengist og að ef upp koma álitamál um framkvæmdir sem tengjast tökunum og frágang á að hafa samband við stofnunina.

Þá bendir stofnunin á að samþykki landeiganda þurfi fyrir tökunum. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með framkvæmdinni og kostar það 13.200 krónur á klukkutímann. Þá þarf True North að greiða tæpar fjörutíu þúsund krónur fyrir leyfið til að aka utan vegar.

Black Mirror eru ádeila á nútímatækni og hversu háður maðurin er orðinn þeim. Hver þáttur er sjálfstæður en meðal þeirra sem leikstýra þætti í nýjustu þáttaröðinni er óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster.

Visir.is greindi frá því í lok síðasta mánaðar að tökuliðið hefði fengið aðstoð frá starfsmönnum Alþingis við tökur á myndinni.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!