Heilsuleikskólinn Krókur auglýsir eftir stuđningsfulltrúum

  • Fréttir
  • 6. mars 2017

Heilsuleikskólinn Krókur er 4 deilda leikskóli með um 100 börn. Í stefnu leikskólans er lögð áhersla á heilsueflingu, frjálsan leik, umhverfismennt og jákvæð samskipti með áherslu á umhyggjusamt námsumhverfi.
Við leggjum ríka áherslu á jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir og því leitum við að samstarfsfólki sem:

• Er tilbúið að tileinka sér starfsaðferðir leikskólans
• Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum
• Er tilbúið að taka þátt í öflugri skóla- og starfsþróun
• Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um.

Nánari upplýsingar veita:

Hulda Jóhannsdóttir skólastjóri eða Bylgja Héðinsdóttir aðst.skólastjóri í síma 426-9998.

Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://www.skolar.is/umsoknir/ (eyðublað fyrir neðan leikskólaumsóknir).

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir