Fundur 26

 • Skipulagsnefnd
 • 22.02.2017

26. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 20. febrúar 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður, Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 1501208 - Deiliskipulag miðbæjarkjarna Grindavíkur.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir miðbæ Grindavíkur tekin fyrir að nýju. Skipulagið var auglýst skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á árunum 2012 og 2013. Ásamt því voru athugasemdir teknar fyrir og þeim svarað, gerðar voru breytingar á skipulaginu til þess að koma á móts við athugasemdir, m.a. er reit við Víkurbraut 31 látinn halda sér sem verslun og þjónusta. Einnig er aðkoma inn á sömu lóð látin halda sér að mestu. Skipulagssvæðið er um 4,6 ha að stærð, nær frá Gerðavöllum í norðri og niður fyrir lóð Víkurbrautar 56 (Landsbankans) í suðri. Í austri nær svæði yfir lóð kirkjunnar og fylgir svo Stamphólsvegi að Gerðavöllum. Í vestri er markar Víkurbrautin svæðið, lóð Víkurbrautar 31 (AðalBrautar) er hluti af deiliskipulagssvæðinu.

Megininntak deiliskipulagstillögunnar er að skapa umgjörð um lifandi miðbæ í Grindavík með blandaðri starfsemi; verlsun, þjónusta og íbúðir. Lögð er áhersla að uppbygging falli vel að því byggðamynstri sem fyrir er. Gert ráð fyrir að ný byggð verði að mestu tveggja hæða hús en í stöku tilfellum verði heimilaðar þrjár hæðir sem og einnar hæðar byggingar. Einnig er lögð áhersla á að auka umferðaröryggi í miðbænum, draga úr umferðarhraða og gera gangandi og hjólandi vegfarendum hærra undir höfði. Gerðar eru breytingar á gatnamótum Víkurbrautar og Ránargötu þannig að umferðinni sé beint niður á höfn. Víkurbraut og Ránargata fá hlutverk aðalgötu og verður hámarkshraði á Ránargötu frá Víkurbraut að Túngötu 30 km/klst. Gert er ráð fyrir yfirbragði þess hluta Ránargötu fái annað yfirbragð með breyttu yfirborði, lýsingu bílastæðum í götu o.fl.

Gert er ráð fyrir að heildarbyggingarmagn innan reits geti mest orðið 12.396 m2, þar af eru nýbyggingar 6.645 m2. Alls er gert ráð fyrir að íbúðir geti orðið 25 talsins þar af 2 einbýlishús. Innan deiliskipulagsmarka er gert ráð fyrir allt að 332 bílastæðum sem er í samræmi við þær bílastæðakröfur sem settar eru fram í drögum að skipulagsreglugerð dags. 27. Október 2011.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á tveimur uppdráttum í mkv. 1:1000; deiliskipulags uppdrætti og skýringaruppdrætti ásamt skýringarmyndum. Deiliskipulaginu fylgir einnig greinargerð með skipulagsskilmálum og umhverfisskýrslu.
Deiliskipulagsferlið hófst með því að lýsing deiliskipulagsverkefnisins var auglýst 14. nóvember 2011.
Gildandi deiliskipulag

Innan skipulagsmarka er í gildi deiliskipulagið miðbær/Festi. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að Festi verði rifið og þess í stað byggt fimm hæða glerbygging 15.300m2 að stærð með fjölbreyttri starfsemi s.s. verslun, veitingarstarfsemi, opinberri stjórnsýslu, hótelrekstur, afþreying og heilsurækt, og félagslega þjónustu. Það deiliskipulagssvæði veður fellt inní nýtt miðbæjarskipulag og fellur deiliskipulag Festis úr gildi þegar nýtt skipulag tekur gildi.
Í gildi eru einnig tvær deiliskipulagsáætlanir sem liggja að skipulagsmörkum. Deiliskipulag Íþróttasvæðisins og deiliskipulag milli Víkurbrautar og Stamphólsvegar. Leitast verður eftir að ná sem bestu samspili deiliskipulagstillögu miðbæjar við aðliggjandi áætlanir

Umræða um skipulagið með bæjarstjórn. Málinu vísað aftur til bæjarstjórnar eftir umræður.

2. 1702011 - Fjarskiptamastur við Hópsnesvita: Umsókn um leyfi til að reisa 30 m stálmastur.
Neyðarlínan er að óska eftir að setja upp mastur til að tryggja betur öryggi ferðamanna en ekki síður betri tengingu fyrir alla.

Á Hópsnesi er viti sem skv. vitaskrá er 16 m hár. Þetta mastur er því helmingi hærra en vitinn. Hópsnesið er skilgreint sem óbyggt svæði með hverfisvernd til að gæta þess að svæðið sé aðeins nýtt til útvistar vegna sérstöðu þeirrar náttúru sem þar er. Skilmálar hverfisvernda á svæðinu eru: Rannsóknir á búsetuminjum, framkvæmdir við endurgerð bryggju í nothæft ástand og við stíga og merkingar vegna umhverfisfræðslu eru leyfilegar á svæðinu. Starfsemi hafnarinnar og stækkun hafnarsvæðis ef þörf krefur, svo og staðsetning hreinsistöðvar og útdæling fráveitu verði ekki heft með hverfisverndinni.

Í aðalskipulagi Grindavíkur er ekki rætt um fjarskipti. Samkvæmt nýju skipulagsreglugerðinni er tekið fram að stefna skal sett um stakar framkvæmdir sem ekki þarf að afmarka sérstaka landnotkun í kringu um t.d. fjarskiptamöstur, hægt er að taka á þessu í endurskoðuninni. Í gildandi aðalskipulagi er ekki sérstaklega verið að gera greina fyrir öðrum möstrum eins og t.d. á Þorbirni. Samkvæmt byggingarreglugerð er gerð grein fyrir fjarskiptamöstrum í gr. 4.3.7.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt með fyrirvara um að settir verði skilmálar um jarðrask og frágang til að tryggja að umgengni á framkvæmdartíma verði til fyrirmyndar. Einnig að fyrir liggi jákvæð umsögn vegagerðarinnar og samgöngustofu ásamt leyfi landeigenda.

3. 1702083 - Umsókn um byggingarleyfi: Austurvegur 26b.
Erindi frá 240 ehf. í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir 10 smáhýsum við Austurveg 26b. Erindinu fylgja teikningar unnar af Svövu Jóns dagsettar 16.2.2017. Skipulagsnefnd gerir athugasemd við staðsetningu hús nr. 2 og göngustíg sem nær inn á skráðar minjar. Bílastæði eru rangt staðsett.

Erindinu er hafnað.

4. 1702057 - Steinar: breyting á skipulagi
Erindi frá fasteignafélaginu Steinar ehf. kt. 690715-0820. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að Steinar landnúmer 129159. Á umræddri lóð hefur verið rekið gistiheimili í þó nokkurn tíma.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grenndarkynnt fyrir eigendum Akur.

5. 1702058 - Víkurbraut 8: breyting á skipulagi
Erindi frá Þórkötlu ehf. kt. 440407-1290. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að hægt sé að reka gistiheimil við Víkurbraut 8 landnúmer 129076.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir Víkurbraut 8 og 10.

6. 1702046 - Bílastæði: Ósk um stæði móts við Hafnargötu 6
Erindi frá Kára Guðmundssyni f.h. eigenda við Hafnargötu 6. Í erindinu er óskað eftir því gerð verði bílastæði fyrir almenning norðan megin við Hafnargötu 6.

Skipulagsnefnd bendir á að ekki er fyrirhugað að Grindavíkurbær setji upp bílastæði á svæðinu. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að húseigendur við Hafnargötu 6 útbúi svæði undir bílastæði tímabundið í samráði við sviðstjóra

7. 1604007 - Staðarsund 2-16: Fyrirspurn um stækkun
Erindi frá eigendum Staðarsunds 2, 4, 6, 8, 10 og 12. Í erindinu er óskað eftir breytingu á áður samþykktum byggingaráformum við Staðarsund 2, 4, 6, 10, 12 og 16b. Breytingin felur í sér að viðbyggingin við Vesturhlið verði slitin frá húsi og þak viðbyggingar á austurhlið verði hækkað og tengt við mæni núverandi byggingar.

Skipulagsnefnd telur að breytingin rúmist innan eldri grenndarkynningar þar sem hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

8. 1702036 - Skotsvæði: deiliskipulag
Erindi frá skotdeild UMFG. Í erindinu er óskað eftir því að félagið fái svæði austur af Svartsengi til afnota. Einnig tekið fyrir minnisblað frá Eflu verkfræðistofu.

Skipulagsnefnd telur svæðið ekki til þess fallið að það sé nýtt undir skotsvæði. Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

9. 1609104 - Staðarsund 3: umsókn um lóð
Helgi V. Sæmundsson fyrir hönd H.H.Smíði ehf. sækir um lóðina Staðarsund 3. til byggingar iðnaðarhúsnæðis.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.

10. 1702055 - Umsókn um lóð: Víkurhóp 32
Grindin ehf. kt.610192-2389 sækir um lóðina við Víkurhóp 32 til byggingar fjölbýlishús.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.

11. 1702054 - Umsókn um lóð: Víkurhóp 30.
Grindin ehf. kt. 610192-2389 sækir um lóðina við Víkurhóp 30 til byggingar fjölbýlishús.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.

12. 1508011 - Víkurbraut 8: Umsókn um byggingarleyfi
Erindi frá Hermanni Ólafssyni f/h Þórkötlu ehf. kt. 440407-1290. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir stækkun á útihúsum á lóð. Einnig er óskað eftir breyttri notkun.

Málinu frestað þar til breyting á deiliskipulagi hefur verið staðfest.

13. 1701041 - Steinar: umsókn um byggingarleyfi
Erindi frá jóni Guðmundi Ottóssyni f.h. fasteignafélagsins Steinar ehf. kt. 690715-0820. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir innri breytingum, einnig er óskað eftir breyttri notkun.

Málinu frestað þar til breyting á deiliskipulagi hefur verið staðfest.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Öldungaráđ / 11. júlí 2018

Fundur 4

Bćjarráđ / 10. júlí 2018

Fundur 1483

Hafnarstjórn / 4. júlí 2018

Fundur 459

Skipulagsnefnd / 2. júlí 2018

Fundur 42

Bćjarráđ / 26. júní 2018

Fundur 1482

Frístunda- og menningarnefnd / 6. júní 2018

Fundur 74

Bćjarstjórn / 20. júní 2018

Fundur 485

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27

Öldungaráđ / 9. maí 2018

Fundur 3

Bćjarráđ / 29. maí 2018

Fundur 1481

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Nýjustu fréttir 10

Malbikađ á Víkurbraut í dag

 • Fréttir
 • 12. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

 • Íţróttafréttir
 • 12. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 12. júlí 2018

Stuđningsfjölskyldur óskast

 • Fréttir
 • 6. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 6. júlí 2018

Sigtryggur Arnar til Grindavíkur

 • Íţróttafréttir
 • 5. júlí 2018