Fundur 10

10. fundur Afgreiðslunefndar byggingamála haldinn á skrifstofu byggingafulltrúa, fimmtudaginn 14. júlí 2016 og hófst hann kl. 10:00.

Fundinn sátu:
Sigmar Björgvin Árnason byggingarfulltrúi og Þorgerður G Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs.

Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Byggingafulltrúi.

Dagskrá:

1. 1607023 - Austurhóp 13: umsókn um byggingarleyfi
H.H.Smíði ehf., kt. 430800-2480, Árnastíg 2, 240 Grindavík sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi.á lóðina Austurhóp 13 Skv. meðfylgjandi teikningum frá teiknistofunni Arko, dags. 10.06.2016.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 2 og 4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt og greinagerð hönnunarstjóra hafi verið skilað inn.
13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.
Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi:
2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.
4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

2. 1607019 - Norðurhóp 44: umsókn um lóð
Erindi dagsett 13. júlí 2016 þar sem Friðfinnur Magnússon, fyrirhönd Mekronroof ehf. kt: 450301-2990, Lækjarfit 11, 210 Garðabæ sækir um lóð fyrir raðhús nr. 44 við Norðurhóp.

Samþykkt

3. 1607020 - Norðurhóp 46: umsókn um lóð

Erindi dagsett 13. júlí 2016 þar sem Friðfinnur Magnússon, fyrirhönd Mekronroof ehf. kt: 450301-2990, Lækjarfit 11, 210 Garðabæ sækir um lóð fyrir raðhús nr. 46 við Norðurhóp.

Samþykkt

4. 1607021 - Norðurhóp 48: umsókn um lóð
Erindi dagsett 13. júlí 2016 þar sem Friðfinnur Magnússon, fyrirhönd Mekronroof ehf. kt: 450301-2990, Lækjarfit 11, 210 Garðabæ sækir um lóð fyrir raðhús nr. 48 við Norðurhóp.

Samþykkt

5. 1607022 - Norðurhóp 60: umsókn um byggingarleyfi
Erindi dagsett 13. júlí 2016 þar sem Gunnar Örn Gunnarsson kt: 300565-4099, fyrirhönd Flísa og múrþjónusta Gunnars ehf. kt: 460611-0830, Efstahrauni 21, 240 Grindavík sækir um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir raðhús nr. 60 við Norðurhóp.

Samþykkt.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30.

 

Grindavík.is fótur