Ţrír grćnlenskir nemendur útskrifuđust úr Fisktćkniskólanum

  • Fréttir
  • 17. febrúar 2017

Síðustu 6 vikur hafa þrír starfsmenn frá grænlenska fiskvinnslufyrirtækinu Arctic Prime verið við starfsnám í Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Á Facebook-síðu skólans segir: „Í náminu er lögð áhersla á saltfisk, framleiðslutækni, hreinlæti, gæðastjórnun (HACCP), starfsmannastjórnun og markaðsmál - auk hagnýtrar þekkingar. Markmiðið var að mennta starfsmennina til verkstjórnar í fiskvinnslu í sinni heimabyggð m.a. í Nanortalik.“ 

Mbl.is fjallaði um útskriftina:

„Þrír fisk­tækn­inem­end­ur frá Græn­landi út­skrifuðust í gær frá Fisk­tækni­skóla Íslands í Grinda­vík.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra af­henti nem­end­un­um próf­skír­tein­in en þeir luku námi sem sniðið er að starfs­fólki vinnslu­stöðva. At­höfn­in fór fram í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu að viðstöddu fjöl­menni.

Nem­end­urn­ir, þeir Lasse Abel­sen, Angu­ti­vik Aimon­sen og Marius Simon­sen, eru all­ir frá bæn­um Nanortalik á Suður-Græn­landi. Þar búa um 1.300 manns og lang­stærsta at­vinnu­grein­in er vinnsla á salt­fiski. Auk­in áhersla hef­ur verið á að bæta gæði fram­leiðslunn­ar og auka full­vinnslu en til þessa hef­ur fisk­ur­inn verið seld­ur úr bæn­um lítið unn­inn, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um út­skrift þessa í Morg­un­blaðinu í dag.“

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!