Rusl í umhverfi okkar

  • Grunnskólinn
  • 15. febrúar 2017

Nemendur í 4.V hafa verið að taka þátt í verkefninu Norrænir nemendur sýna samstöðu gegn plastrusli í hafinu.

Ef ekkert er aðhafst verður að öllum líkindum meira af plasti í sjónum en fiski árið 2050. Sem betur fer er auðvelt að koma á breytingu til batnaðar - sem mörg hundruð norrænir nemendur hafa þegar tekið til við. Nemendurnir eru þátttakendur í Norræna plastkapphlaupinu, sem finna má á nordeniskolen.org, og er skipulagt að undirlagi Norrænu ráðherranefndarinnar.

Þessi vinna er liður í að efla umhverfisvitund nemenda en það gerum við með því t.d. að færa skólastofuna út í nærumhverfið.
Börnin í 4.V hafa farið í tvo leiðangra til að tína rusl.  Þau byrjuðu austan við Hópið umhverfis æfingartúnið en þar fengu nemendur 15 mínútur til að tína eins mikið rusl (plast) og þeir gátu. Það rusl sem þar var tínt rúmaðist í góðum hálfum ruslapoka. 
Seinni ferðin var svo farin í vesturátt að girðingunni umhverfis gamla varnaliðssvæðið svo kallaða Kanaheiði. Þar var töluvert meira af rusli og sér í lagi plasti. Þar fylltu nemendur 6 ruslapoka og er enn nokkuð af rusli ótínt sem fyrirhugað er að tína seinna.
Þetta verkefni hefur gert það að verkum að nemendur eru farnir að taka betur eftir því rusli sem þeir sjá á leið sinni um bæinn. Þeir hafa komið með hugmyndir um hvar megi tína næst og þeir sýna þessu viðfangsefni mikinn áhuga.

Hér eru myndir af svæðinu bæði fyrir og eftir tínsluna og sést vel hve munurinn er mikill.   


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir