Grindavíkurbćr heldur áfram ađ bćta sig í ţjónustukönnun sveitarfélaganna

  • Fréttir
  • 10. febrúar 2017

Þriðja árið í röð kemur Grindavíkurbær afar vel útúr þjónustukönnun Gallup, en 19 stærstu sveitarfélög landsins taka þátt í henni. Í sjö tilvikum af þrettán mælist ánægja með þjónustu hærri en árið 2015, og var útkoman þó mjög jákvæð það ár. 

Samanburður við önnur sveitarfélög er Grindvík mjög í hag og röðum við okkur í efstu sætin í nokkrum flokkum. Má þar nefna að þegar spurt er um ánægju með þjónustu við barnafjölskyldur erum við í 2. sæti og hækkum um eitt sæti síðan í fyrra og ánægja með þjónustu grunnskólans stekkur upp um 7 sæti frá síðustu könnun. Þá deilum við 1. sætinu með nokkrum öðrum sveitarfélögum þegar spurt er um ánægju með aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Nánar verður fjallað um niðurstöður úr könnuninni á vefsíðunni á næstu dögum sem og í næsta tölublaði Járngerðar.

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan erum við yfir landsmeðaltali í öllum flokkum nema einum, þar sem skorið stendur á jöfnu:

Sérstaklega er ánægjulegt að sjá umtalsverða bætingu í þeim tveimur flokkum sem verst komu út árið 2015, en það voru spurningarnar „Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu?“ og „Hversu vel eða illa finnst þér starfsfólk bæjarins/sveitarfélagsins hafa leyst úr erindi eða erindum þínum?“ Voru þessi atriði tekin til sérstakrar skoðunar í kjölfar síðustu könnunar. Málefni eldri borgara stökkva upp um 6 sæti og mælist þar marktæk breyting á milli ára. Við stefnum þó að sjálfsögðu enn hærra og ætlum að hækka aftur að ári.

Hvað varð seinni spurninguna var eftirfarandi ákveðið á síðasti ári: „Það er metnaður sveitarfélagsins að veita afburðaþjónustu í hvívetna og er nú í skoðun hvar mögulegir flöskuhálsar geta myndast í kerfinu og hvernig má bæta hraða og skilvirkni þjónustu starfsmanna Grindavíkurbæjar við íbúa þess.“

Þetta virðist hafa gengið eftir og förum við upp um 6 sæti í þessum lið. 70% af þeim sem svara finnst vel eða mjög vel hafa verið leyst úr þeirra erindum sem er aukning um 9 prósentustig frá síðasta ári.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun