Fundur 61

  • Frćđslunefnd
  • 8. febrúar 2017

61. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 6. febrúar 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Klara Halldórsdóttir formaður, Ámundínus Örn Öfjörð aðalmaður, Ómar Örn Sævarsson aðalmaður, Guðmundur Grétar Karlsson aðalmaður, Sigurpáll Jóhannsson varamaður, Valdís Inga Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Petra Rós Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi, Fríða Egilsdóttir leikskólastjóri, Halldóra Kristín Magnúsdóttir grunnskólastjóri, Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri, Sæborg Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi og Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Yfirsálfræðingur.

Dagskrá:

1. 1611027 - Sérkennsla í leikskólum: Ósk um aukið stöðuhlutfall
Lagt fram bréf frá sérkennurum grunnskóla á mið- og unglingastigi þar sem ítrekað er mikilvægi snemmtækrar íhlutunar fyrir börn með málþroskavanda til að fyrirbyggja lestrarvanda. Einnig lagðar fram umsagnir leikskólastjórnenda um bréfið. Fræðslunefnd þakkar ábendingu allra aðila um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og að allir aðilar telji samvinnu skólastiga af hinu góða og hvetur til að kennarar í leik- og grunnskóla tali og vinni saman að því að kortleggja stöðuna og möguleika á samvinnu. Skólaþjónustu falið að fylgja málinu eftir.

2. 1701065 - Gallup: Þjónustukönnun 2016
Niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup um þjónustu Grindavíkurbæjar lögð fram. Könnunin var framkvæmd í nóvember og desember 2016.

3. 1610059 - Grindavíkurbær: Heilsueflandi samfélag
Verkefnið Heilsueflandi samfélag, sem er á vegum Embættis landlæknis, kynnt. Fræðslunefnd tekur undir bókun frístunda- og menningarnefndar og leggur til að samþykkt verði að Grindavíkurbær sæki um aðild og verði heilsueflandi samfélag. Jafnframt styður nefndin að forvarnarteymi Grindavíkurbæjar verði stýrihópur verkefnisins.

4. 1702016 - Niðurstöður Pisa: 2015

Niðurstöður sveitarfélagsins á PISA í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði 2009, 2012 og 2015 lagðar fram.

5. 1508035 - Umbótaáætlun í kjölfar úttektar á Grunnskóla Grindavíkur. Eftirfylgni

Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti um að lokið sé við umbætur eftir úttekt á Grunnskóla Grindavíkur.
Lagt fram til kynningar.

6. 1701102 - Starfsumhverfi grunnskólakennara: Framkvæmd bókunar 1
Vegvísir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans kynntur ásamt bókun bæjarstjórnar frá 31.01.2017. Fræðslunefnd óskar eftir að vera upplýst um afrakstur vinnunnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39

Öldungaráđ / 14. mars 2018

Fundur 1

Bćjarráđ / 13. mars 2018

Fundur 1474

Frćđslunefnd / 12. mars 2018

Fundur 73

Bćjarráđ / 6. mars 2018

Fundur 1473

Bćjarstjórn / 27. febrúar 2018

Fundur 481

Félagsmálanefnd / 15. febrúar 2018

Fundur 87

Félagsmálanefnd / 11. janúar 2018

Fundur 86