Dagur Kár helsáttur í Grindavík

  • Körfubolti
  • 7. febrúar 2017

Dagur Kár Jónsson, leikmaður Grindavíkur í körfuboltanum, er í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir að hann sé afar sáttur í Grindavík og það hafi verið hárrétt ákvörðun fyrir hann að koma hingað, en Dagur er uppalinn í Stjörnunni. 

Af mbl.is:

Hár­rétt ákvörðun að fara til Grinda­vík­ur

„Ég kann afar vel við mig hjá Grinda­vík­urliðinu. All­ir hafa tekið mér vel og ég hef fallið vel inn í allt í kring­um liðið," seg­ir Dag­ur Kár Jóns­son, hinn ungi körfuknatt­leiksmaður hjá Grinda­vík, um fyrstu mánuðina hjá Suður­nesjaliðinu.

Hann gekk til liðs við Grinda­vík í haust eft­ir að hafa snúið heim frá dvöl við St. Franc­is-há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um.

Dag­ur Kár hef­ur átt vax­andi vel­gengni að fagna með Grinda­vík­urliðinu og var til að mynda stiga­hæsti maður liðsins með 24 stig þegar Grinda­vík vann ÍR, 94:79, í síðustu um­ferð Dom­in­os-deild­ar­inn­ar.

„Ég var meidd­ur við heim­kom­una og þurfti tíma til þess að jafna mig og aðlag­ast bolt­an­um hér heima. Mér finnst ég vera að sækja í mig veðrið jafnt og þétt.

Síðustu vik­ur hef ég notið leiðsagn­ar hjá Brynj­ari Karli Sig­urðssyni í Key Habits. Hann hef­ur aðstoðað mig mikið með and­legu hliðina og að koma henni í gott form. Það er ekki síður mik­il­vægt að hafa hana í lagi en lík­am­lega þátt­inn," seg­ir Dag­ur Kár og bæt­ir við:

„Key Habits er hug­arþjálf­un sem eyk­ur til­finn­inga­greind og færni í per­sónu­legri mark­miðastjórn­un. Ég er sann­færður um að ástæða þess að ég leik bet­ur eft­ir ára­mót­in en fyr­ir ára­mót er að ég hef notið leiðsagn­ar Brynj­ars Karls. Þetta hef­ur hjálpað mér al­veg gríðarlega mikið. Ég tel að menn geri of lítið af því að huga að þess­um þætti í þjálf­un­inni."

Sjá allt viðtalið við Dag Kár í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag

 

Mynd: Karfan.is

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál