Fundur 74

74. fundur Félagsmálanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 12. janúar 2017 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Laufey Sæunn Birgisdóttir formaður, Valgerður Jennýjardóttir aðalmaður og Gunnar Margeir Baldursson aðalmaður.

Fundargerð ritaði: Nökkvi Már Jónsson, Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.

Dagskrá:

1. 1312034 - Reglur um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis hjá Grindavíkurbæ
Sviðsstjóri leggur fram tillögu að breytingum á reglum Grindavíkurbæjar um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis.

2. 1611031 - VMST: Húsnæðisbætur
Sviðsstjóri kynnir drög að reglum Grindavíkurbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

3. 1610059 - Grindavíkurbær: Heilsueflandi samfélag
Verkefnið Heilsueflandi samfélag, sem er á vegum Embættis landlæknis, kynnt. Félagsmálanefnd tekur undir bókun frístunda- og menningarnefndar og leggur til að samþykkt verði að Grindavíkurbær sæki um aðild og verði heilsueflandi samfélag. Jafnframt samþykkt styður nefndin að forvarnarteymi Grindavíkurbæjar verði stýrihópur verkefnisins.

4. 1610065 - Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur

Framvinda málsins kynnt fyrir félagsmálanefnd. Nefndin telur mikilvægt að undirbúa og kynna málið vel áður en ráðist verður í verkefnið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

 

Grindavík.is fótur