Fundur 470

 • Bćjarstjórn
 • 1. febrúar 2017

470. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 31. janúar 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson 1. varaforseti, Guðmundur L. Pálsson bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir forseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir 2. varaforseti, Jóna Rut Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. 1611031 - VMST: Húsnæðisbætur
Til fundarins var mættur sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Nökkvi Már Jónsson og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Marta, Ásrún, Guðmundur, Páll Jóhann, Hjálmar og Jóna Rut

Bæjarráð vísaði reglum Grindavíkurbæjar um sérstakan húsnæðisstuðnings til bæjarstjórnar.

Fulltrúi S-lista leggur til að eftirfarandi ákvæði verði tekið inn í reglurnar:
Fjöldi heimilismanna hefur áhrif á fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings. Til heimilismanna teljast þeir aðilar sem eiga lögheimili í tilteknu húsnæði. Að auki, sbr. 10. gr. Laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016 teljast börn búsett á lögheimili sínu sem og í íbúðarhúsnæði þess foreldris eða forsjáraðila sem það á ekki lögheimili hjá enda dvelji barnið hjá foreldrinu eða forsjáraðilanum í að lágmarki 30 daga á ári samkvæmt samningi um umgengni sem sýslumaður hefur staðfest, sbr. 5. mgr. 46. gr. barnalaga, úrskurði sýslumanns um umgengni skv. 47. eða 47. gr. a sömu laga, dómi eða dómsátt. Telst barnið þá sem heimilismaður hjá báðum foreldrum sínum eða forsjáraðilum til 18 ára aldurs.

Breytingatillagan er felld með 4 atkvæðum meirihluta gegn atkvæðum Páls Jóhanns, Ásrúnar og Mörtu.

Reglurnar eru samþykktar með 6 atkvæðum, Marta situr hjá.

Tillaga frá fulltrúa S-lista
Sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs verði falið að meta kostnað við að taka breytingatillöguna inn í reglurnar og málið tekið upp aftur í bæjarráði.
Tillagan er samþykkt með 6 atkvæðum, Guðmundur situr hjá.

2. 1610065 - Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur
Til fundarins var mættur sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Nökkvi Már Jónsson og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Marta, Hjálmar, Ásrún, Guðmundur, Páll Jóhann og Jóna Rut

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði tilraun til þriggja mánaða með því að bjóða eldri borgurum upp á niðurgreiddan heitan mat í hádeginu virka daga í Miðgarði.
Jafnframt er lagt til að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 1.135.000 kr. á deild 02421 og að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
Gjald fyrir hverja máltíð verði 1.000 kr.
Samþykkt samhljóða

3. 1701102 - Starfsumhverfi grunnskólakennara: Framkvæmd bókunar 1
Til fundarins var mættur sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Nökkvi Már Jónsson og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Tillaga
Lagt er til að fyrirkomulagið verði að fyrst verði haldinn um 2 klst. langur fundur með öllum kennurum og í úrvinnslu verði skipaður vinnuhópur sem í verði 3-4 kennarar grunnskólans ásamt starfsmönnum skólaskrifstofu.
Jafnframt verði samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 1.000.000 á launaliði skólaskrifstofu sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða

4. 1701016 - Víðihlíð, viðbygging: Verksamningur og framvinda
Til máls tóku: Kristín María og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Undirritaður verksamningur við HH Smíði lagður fram til staðfestingar.

Samningurinn er samþykktur samhljóða

5. 1701098 - Verðkönnun: Færsla lagna við Víðihlíð
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María og Guðmundur

Verðkönnun lögð fram vegna færslu lagna við Víðihlíð. 2 tilboð bárust og var GG Sigurðsson með lægra tilboðið, kr. 9.385.500 sem er 75,7% af kostnaðaráætlun. Nauðsynlegt er að færa lagnir áður en hægt er að hefja framkvæmdir við viðbyggingu.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs leggur til að gengið verði til samninga við GG Sigurðsson og óskar jafnframt eftir heimild til að fjármagna verkið með að taka af lið á fjárhagsáætlun vegna áætlunar um fráveituframkvæmdir í Mánagerði en það þarf ekki að fara í þær aðgerðir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu sviðsstjóra.

6. 1701099 - Verðkönnun: Víðigerði - Hópsvegur gatnagerð.
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Marta, Jóna Rut, Páll Jóhann og Hjálmar

Verðkönnun lögð fram. 2 tilboð bárust og var GG Sigurðsson með lægra tilboðið, kr. 9.237.550 eða 71,5% af kostnaðaráætlun. Ekki var gert ráð fyrir þessari framkvæmd í fjárhagsáætlun 2017 og óskar sviðsstjóri eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 9.238.000 kr.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

7. 1612034 - Breyting á deiliskipulagi: Norðurhóp 13, 15 og 17
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Hópshverfi lögð fram. Í tillögunni er gert ráð fyrir stækkun byggingarreits til suðurs við Norðurhóp 13,15 og 17. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt til kynningar skv. 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum Norðurhóps 7, 9a, 9b, 11, 15, 17 og 32.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

8. 1610009 - Stamphólsvegur 5: breyting á deiliskipulagi - minnkun byggingarreitar
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stamphólsvegar lögð fram. Breytingin tekur til minnkunar á byggingarreit og nýtingarhlutfalli úr 0,8 í 0,59. Breytingin hefur ekki áhrif á nágranna. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem umsækjandi hafði áður fengið samþykkt hjá Grindavíkurbæ. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 3 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

9. 1701097 - Ísland ljóstengt 2017: styrkur 2017
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Páll Jóhann, Marta og Guðmundur

Fengist hefur vilyrði fyrir styrk til að bæta netsamband utan þéttbýlis með lagningu ljósleiðara. Áætlaður kostnaður er 24 mkr., hlutdeild Grindavíkurbæjar gæti orðið allt að 7,7 mkr.

Fundarhlé tekið kl. 19:05 - 19:20

Tillaga
Bæjarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu á grundvelli fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að leggja drög að gjaldskrá vegna tenginga fyrir bæjarráð.
Samþykkt með 6 atkvæðum, Páll Jóhann situr hjá

10. 1612012 - Metanólverksmiðja í Svartsengi: Frummatsskýrsla
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Páll Jóhann, Guðmundur og Marta

Erindi frá skipulagsstofnun lagt fram.
Í erindinu er óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar á frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum fyrir CRI í Svartsengi. Óskað er eftir því að Grindavíkurbær geri grein fyrir því hvort talið sé að gert sé nægjanlega vel grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd umhverfi og umhverfisáhrifum, mati framkvæmdaaðila á þeim, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig er óskað eftir upplýsingum hvaða leyfum framkvæmdin er háð skv. 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að vöktunaráætlanir og mótvægisaðgerðir séu virtar og framkvæmdar. Sveitarfélagið hefur nú þegar veitt byggingarleyfi og framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni eins og þeim er lýst í skýrslunni. Allar frekari stækkanir á verksmiðjunni eru háðar byggingarleyfi sbr. lög um mannvirki nr. 160/2010.

Erindinu var vísað til umhverfis- og ferðamálanefndar og bókaði hún eftirfarandi:
Nefndin óskar eftir því að unnið verði að skilgreiningu á eiturefnum í frárennsli frá verksmiðjunni og meðferð á þeim þannig að hægt verði að uppfylla grein 2.8 í starfsleyfi.

Tillaga
Bæjarstjórn tekur undir bókun umhverfis- og ferðamálanefndar og felur bæjarráði að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða

11. 1701023 - Tónlistaskóli framkvæmdir: Ósk um viðauka
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Páll Jóhann og Ásrún

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 2.500.000 kr. til að klára þær framkvæmdir sem byrjað var á árið 2016 vegna galla í framkvæmd og hönnun tónlistarskóla. Um er að ræða frágang á fellivegg sem aðskilur 2 stofur í tónlistarskólanum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann að fjárhæð 2.500.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs

12. 1605024 - Umferðaröryggi: ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir á Gerðavöllum
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 1.700.000 kr. vegna hraðatakmarkandi aðgerða. Gert var ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun ársins 2016 en ekki vannst tími til framkvæmda á árinu 2016.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann að fjárhæð 1.700.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

13. 1608039 - Umhverfisverðlaun: 2016
Til máls tóku: Kristín María og Jóna Rut

Umhverfis- og ferðamálanefnd tók saman reglur um umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar.

Bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða

14. 1701063 - Atvinnuþróunarfélagið Heklan: Breyting á aðalfulltrúa í stjórn
Til máls tók: Kristín María

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Fannar Jónasson verði aðalmaður í stjórn Atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar í stað Róberts Ragnarssonar.

15. 1701096 - Kvikan: Breyting á aðalfulltrúa í stjórn
Til máls tók: Kristín María

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Fannar Jónasson verði aðalmaður í stjórn Kvikunnar í stað Róberts Ragnarssonar.

16. 1701064 - Reykjanes Jarðvangur: Breyting á aðalfulltrúa í stjórn

Til máls tók: Kristín María

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Fannar Jónasson verði aðalmaður í stjórn Reykjanes Jarðvangs í stað Róberts Ragnarssonar.

17. 1701058 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2017
Til máls tóku: Kristín María og Jóna Rut

Fundargerð nr. 476 lögð fram.

18. 1701066 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017

Til máls tóku: Kristín María og Guðmundur

Fundargerð nr. 711 lögð fram.

19. 1701004F - Bæjarráð Grindavíkur - 1431
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut og Guðmundur

Fundargerðin er lögð fram.

20. 1701010F - Bæjarráð Grindavíkur - 1432

Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Marta, Jóna Rut, Ásrún og Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

21. 1701012F - Bæjarráð Grindavíkur - 1433
Til máls tóku: Kristín María, Guðmundur, Hjálmar, Ásrún og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerðin er lögð fram.

22. 1701009F - Skipulagsnefnd - 25

Til máls tóku: Kristín María, Páll Jóhann, Marta, Guðmundur og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerðin er lögð fram.

23. 1701007F - Félagsmálanefnd - 74
Til máls tóku: Kristín María

Málinu er frestað

24. 1701006F - Frístunda- og menningarnefnd - 59
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Guðmundur og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.

25. 1701003F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 18
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Marta, Guðmundur og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerðin er lögð fram.

26. 1701002F - Fræðslunefnd - 60
Til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Ásrún og Marta

Fundargerðin er lögð fram.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:45.

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 10. desember 2018

Fundur 49

Skipulagsnefnd / 3. desember 2018

Fundur 48

Frístunda- og menningarnefnd / 5. desember 2018

Fundur 78.

Bćjarráđ / 11. desember 2018

Fundur 1502

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75

Bćjarráđ / 16. október 2018

Fundur 1496

Bćjarráđ / 9. október 2018

Fundur 1495

Ungmennaráđ / 8. október 2018

Fundur 33

Ungmennaráđ / 11. september 2018

Fundur 32

Ungmennaráđ / 13. nóvember 2017

Fundur 31

Ungmennaráđ / 11. október 2017

Fundur 30

Nýjustu fréttir 10

Jólahátíđ skólans og jólafrí

 • Grunnskólafréttir
 • 18. desember 2018

Gjaldskrá Lautar fyrir áriđ 2019

 • Lautafréttir
 • 18. desember 2018

Knattspyrnudeild Grindavíkur

 • Fréttir
 • 17. desember 2018

Hátíđlegt í jólamat

 • Grunnskólafréttir
 • 14. desember 2018

Óvćnt heimsókn í fyrsta bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 14. desember 2018

Jólalegt í morgunsöng

 • Grunnskólafréttir
 • 13. desember 2018