Steph Curry fylgdist međ Jóni Axel spila vel í gćr

  • Körfubolti
  • 25. janúar 2017

Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að standa sig vel í bandaríska háskólaboltanum en hann átti glimrandi góðan leik í gær þegar Davidson sigraði Duquesne 74-60. Jón spilaði 37 mínútur og skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 3 boltum. Meðal áhorfenda var fyrrum leikmaður liðsins og NBA stjarnan Steph Curry en þetta sama kvöld hengdi skólinn treyju hans upp í rjáfur. 

Karfan.is fjallaði um leikinn:

„Að sjálfsögðu var kappinn mættur á svæðið til þess að vera viðstaddur athöfnina, en hann spilaði 104 leiki með liðinu á þeim þrem tímabilum sem hann var þar frá árinu 2006 til ársins 2009 áður en að hann var valinn númer 7 í nýliðavali NBA deildarinnar árið 2009 af Golden State Warriors. Þar hefur hann svo unnið einn NBA meistaratitil og verið í tvígang valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir