Fundur 59

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 20. janúar 2017

59. fundur Frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 11. janúar 2017 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Þórunn Alda Gylfadóttir formaður, Atli Geir Júlíusson aðalmaður, Sigurður Enoksson aðalmaður, Aníta Björk Sveinsdóttir aðalmaður, Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir aðalmaður og Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Dagskrá:

1. 1604063 - Bókasafn: Stefnumótun og framtíðarsýn
Auglýst verður á næstu dögum eftir þeim þátttakendum sem auglýsa á eftir og vinnan hefst fyrstu vikuna í febrúar. Gert er ráð fyrir að vinnulok verði í byrjun maí.

2. 1610069 - Frístunda- og menningarsvið: Menningarvika 2017
Verður haldin 11.-19. mars. Kynningarfundur verður haldinn í Gjánni þriðjudaginn 17. janúar kl.16:00. Vinna er hafin við undirbúining og eftir kynninguna verður ljóst hvaða félagasamtök og fyrirtæki taka þátt.

3. 1510110 - Kvikan: breytt nýting eða sala
Fundað var með forsvarsmönnun Icelandic Lava Show og vilji til samstarfs og leigi á Kvikunni staðfestur. Næstu skref velta á fjármögnun verkefnisins.

4. 1501114 - Fundargerðir Ungmennaráðs
Frestað til næsta fundar

5. 1610071 - Íþróttamaður og íþróttakona ársins: 2016
Athöfnin fór vel fram, vel mætt af heimamönnum. Íþróttamaður ársins er Alexander Veigar Þórarinsson og íþróttakona ársins er Petrúnella Skúladóttir.

6. 1701025 - Þrettándagleði 2017
Þrettándagleðin var með öðru sniði í ár, skemmtun í íþróttahús sleppt. Gengið var frá Aðal-Braut og að Kvikunni þar sem dagskrá beið fram að flugeldasýningu. Margrét S. Sigurðardóttir er Grindvíkingur ársins 2016. Ákveðið að breyta verðlaunaafhendingu að ári, búningaverðlaun falli niður og meiri áhersla verði lögð á að dylja hver er á ferð og felubúninga frekar en að horfa á búninga og horfa til hefðarinnar.

7. 1701027 - Íþróttahús,samskipti starfsmanna við íþróttahópa við lokun íþróttahúss
Kvörtun barst vegan aðgengi að klefum og sturtuaðstöðu við lokun íþróttahússins á kvöldin. Forstöðumaður íþróttahúss hefur svarað og bent á að íþróttahús lokar kl 22 og að aðstaða sé aðgengileg fram að þeim tíma. Iðkendur sem nýta sér sturtu aðstöðuna þurfa að stytta æfingatíma sinn sem því nemur til að nýta sér aðstöðuna. Bréf verður sent til þeirra félaga sem núta sér aðstöðuna á þessum tíma þannig að reglur séu skýrar.

8. 1609071 - Íþrótta- og afrekssjóður: Endurskoðun á reglugerð og vinnureglum

Lagðar verða fram endurskoða reglur íþrótta- og afrekssjóðs á næsta fundi. Sviðsstjóra falið að undirbúa málið í samstarfi við nefndarmenn.

9. 1701028 - Félagsmiðstöðin Þruman; Verkefnisáæltun 2017
Fjölmargt er framundan í starfi Þrumunnar vorið 2017 og listi viðburða kynntur fyrir nefndinni. Áhersla verður lögð á að ná til nemenda í 10. bekk. Þruman stendur að nemendaþingi ásamt Grunnskólanum í febrúar þar sem rætt verður um framboð afþreyingar og aðgengi ólíkra aldurshópa að þeim viðburðum sem í boði eru.

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135