Fundur 1432

1432. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 17. janúar 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Páll Jóhann Pálsson varamaður, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. 1612030 - Viðbygging við fjölnota íþróttahús og stúku
Til fundarins voru mættir, frá Knattspyrnudeild UMFG, Jónas Þórhallsson og Eiríkur Leifsson.

Á fjárhagsáætlun 2017 eru 55 milljónir til að gera salernisaðstöðu og veitingasölu við Hópið. Breyta þarf þeirri hönnun sem knattspyrnudeildin hefur látið vinna þannig að hægt sé að hefja þær framkvæmdir sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætluninni.

2. 1610011 - Leikskólastarf: Vinnureglur/viðmið vegna undirmönnunar í leikskóla
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs kom á fundinn og kynnti hann málið.

Bæjarráð samþykktir tillöguna til reynslu út þetta skólaár. Þá verður staðan tekin og metið hvernig til hefur tekist og hvort einhver kostnaðarauki fylgir framkvæmdinni.

3. 1611031 - VMST: Húsnæðisbætur
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs kom á fundinn og kynnti hann málið.

Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

4. 1701017 - Tjaldsvæði: Gögn 2016
Tillaga frá Umhverfis- og ferðamálanefnd um fyrirkomulag og rekstur tjaldsvæðis lögð fram.

Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir tillögurnar. Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, í samráði við starfsmenn nefndarinnar, að koma með útfærslu á tillögu nr. 3. Aðrar tillögur verða skoðaðar í vinnu fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

5. 1701050 - Þorrablót 2017: Beiðni um umsögn tækifærisleyfis
Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins.

6. 1610065 - Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur

Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.

 

 

Grindavík.is fótur