Hollur biti í nestistíma!

  • Grunnskólinn
  • 13. janúar 2017

Frá hausti hefur nemendum boðist að vera í ávaxtaáskrift á morgnana. Er þá um að ræða niðurskorna ávexti og grænmeti. Skráning í áskrift og greiðsla fer fram í gegnum Skólamat ehf en starfsfólk innan skólans sér um að skera ávextina og koma þeim fyrir á huggulegum bökkum sem nemendur sjá svo um að fara með inn í bekkina. Mánaðartímabil kostar 2200 kr. fyrir hvern nemanda.  Sumir nemendur koma t.d. með brauðsneið að heiman sem nesti en eru jafnframt í ávaxtaáskrift.

Stefna skólans er að stuðla að því að nemendur borði holla og næringarríka fæðu en svo má bæta því við að skólinn starfar undir merkjum grænfána sem felur m.a. í sér að minnka sem mest umbúðir. Margir nemendur hafa nú þegar verið í áskrift en alltaf má bæta við áskrifendum.  Líklegt er að margir prófi að smakka fleiri tegundir af hollum ávöxtum og grænmeti ef þeir eru í áskrift  og þannig virki áskriftin sem hvatning til að þróa matarsmekk nemenda.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!