Fundur 18

18. fundur umhverfis- og ferðamálanefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 11. janúar 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Gunnar Margeir Baldursson formaður, Hjörtur Waltersson aðalmaður, Magnús Andri Hjaltason aðalmaður, Jón Emil Halldórsson aðalmaður, Kristín María Birgisdóttir varamaður, Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Siggeir Fannar Ævarsson Upplýsinga- og skjalafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi.

Dagskrá:

1. 1611069 - Lóð við Nesveg: skil á lóðum
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. Nefndin leggur áherslu á að svæðið verði hreinsað vandlega og því skilað í góðu standi.

2. 1612012 - Metanólverksmiðja í Svartsengi: Frummatsskýrsla

Tekið fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna metanólsverksmiðju í Svartsengi. Nefndin óskar eftir því að unnið verði að skilgreiningu á eiturefnum í frárennsli frá verksmiðjunni og meðferð á þeim þannig að hægt verði að uppfylla grein 2.8 í starfsleyfi.

3. 1701017 - Tjaldsvæði: Gögn 2016
Undanfarin ár hefur Umhverfis- og ferðamálanefnd ítrekað rætt um rekstur tjaldsvæðis Grindavíkurbæjar. Umræðurnar hafa ávallt snúist um að endurskoða þyrfti rekstrarfyrirkomulag tjaldsvæðisins með það fyrir augum að auka tekjur þess. Hugmyndir nefndarinnar hafa hingað til ekki komist til framkvæmda og telur nefndin það miður.

Á fundi nefndarinnar þann 21. september var eftirfarandi bókað eftir að lagt var fram minnisblað um rekstur og valkosti um framtíðarrekstur tjaldsvæðisins. "Nefndin leggur til að rekstur tjaldsvæðisins verði áfram á hendi Grindavíkurbæjar. Einnig leggur nefndin til að gjaldskrá og rekstur tjaldsvæðisins verði endurskoðuð".

Í ljósi ofangreinds vill nefndin nú ítreka þá skoðun sína að endurskipuleggja þurfi rekstur tjaldsvæðisins og leggja fram eftirfarandi tillögur þar að lútandi.

1. Ráðinn verði sérstakur umsjónarmaður tjaldsvæðis, tímabundið í sex mánuði yfir mesta ferðamannatímann, sem aftur ræður til sín sumarstarfsmenn.

2. Sett verði upp aðgangsstýring inná svæðið, þannig að gestir verði að hafa samband við starfsmann og ganga frá greiðslu áður en farið er inná svæðið.

3. Tjaldsvæðinu verði skipt upp í reiti og þeir merktir. Þannig fái hver gestur aðeins fyrirfram ákveðið svæði, sem hann greiðir fyrir. Þetta fyrirkomulag opnar einnig fyrir þann möguleika að hægt sé að bóka gistingu fyrirfram sem margir erlendir gestir hafa óskað eftir.

4. Gjaldskráin verði endurskoðuð þannig að opnunartímanum verði skipt upp í jaðartíma og háannatíma.
Júní, júlí og ágúst verði þannig skilgreindir háannatímar en maí, september (og aðrir mánuðir) jaðartímar.

Engin afsláttar- eða vildarkort gildi á háannatíma.

Rekstur tjaldsvæðisins verði með þessu gerður líkari því sem tíðkast með tjaldsvæði í Evrópu og þannig í raun líkari rekstri gistiheimilis.

4. 1606070 - Kortlagning ferðamannastaða: samstarfsbeiðni Ferðamálastofu
Siggeir verður tengiliður við Ferðamálastofu. Auglýst verður eftir tillögum á vefsíðu bæjarins.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.

 

 

Grindavík.is fótur