Fundur 1431

1431. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 10. janúar 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Fannar Jónasson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar bauð formaður nýjan bæjarstjóra, Fannar Jónasson, velkominn á sinn fyrsta bæjarráðsfund.

Dagskrá:

1. 1611057 - Húsnæðissjálfseignarfélag: forganga um stofnun félags
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn við umræður þessa máls.

Í fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir að vinna húsnæðisáætlun Grindavíkurbæjar og felur bæjarráð bæjarstjóra og sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að koma verkefninu af stað.

2. 1610065 - Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn við umræður þessa máls.

Lagt fram minnisblað um málið.

Bæjarráð felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram.

3. 1605024 - Umferðaröryggi: ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir á Gerðavöllum
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 1.700.000 kr. vegna hraðatakmarkandi aðgerða. Gert var ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun ársins 2016 en ekki vannst tími til framkvæmda á árinu 2016.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann að fjárhæð 1.700.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

4. 1612030 - Viðbygging við fjölnota íþróttahús og stúku
Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu í samstarfi við knattspyrnudeildina um hönnun og uppbyggingu á salernis- og veitingaaðstöðu við Hópið.
Bæjarráð óskar eftir að fá formann og framkvæmdastjóra Knattspyrnudeildar UMFG á næsta fund bæjarráðs.

5. 1701023 - Tónlistaskóli framkvæmdir: Ósk um viðauka
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 2.500.000 kr. til að klára þær framkvæmdir sem byrjað var á árið 2016 vegna galla í framkvæmd og hönnun tónlistarskóla. Um er að ræða frágang á fellivegg sem aðskilur 2 stofur í tónlistarskólanum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann að fjárhæð 2.500.000 kr. og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

6. 1603024 - Umhverfisstefna Grindavíkurbæjar: Hugmyndavinna
Umhverfis- og ferðamálanefnd hefur tekið saman drög að umhverfisstefnu fyrir bæjarfélagið. Hugmyndin er sú að hér sé komið nokkurs konar leiðarljós sem hægt yrði svo að nýta við smíði á stærri og heildstæðari stefnu eins og sum önnur sveitarfélög hafa sett sér. Nefndin óskar eftir umsögn bæjarráðs og hvort því hugnist að haldið verði áfram með þessa vinnu.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með tillögu nefndarinnar og samþykkir að haldið verði áfram með þessa vinnu.

7. 1608039 - Umhverfisverðlaun: 2016
Drög að reglum um umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar lögð fram.
Umhverfis- og ferðamálanefnd tók saman drögin í þeim tilgangi að ramma umgjörð verðlaunanna betur inn.

Bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.

 

Grindavík.is fótur