Fundur 60

60. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 9. janúar 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Þórunn Svava Róbertsdóttir formaður, Klara Halldórsdóttir aðalmaður, Ámundínus Örn Öfjörð aðalmaður, Ómar Örn Sævarsson aðalmaður, Guðmundur Grétar Karlsson aðalmaður, Valdís Inga Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Petra Rós Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi, Fríða Egilsdóttir leikskólastjóri, Halldóra Kristín Magnúsdóttir grunnskólastjóri, Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri, Sæborg Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi og Elva Björk Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur.

Dagskrá:

1. 1610011 - Leikskólastarf: Vinnureglur/viðmið vegna undirmönnunar í leikskóla
Lagðar fram vinnureglur sem lýsa verklagi í leikskólum vegna undirmönnunar. Nefndin telur reglurnar vera gott stjórnunartæki og veita góða yfirsýn yfir raunálag í leikskólum. Samkvæmt reglunum kunna að koma til viðbótarútgjöld sem brýnt er að halda aðskildum frá almennum rekstri skólanna. Fræðslunefnd samþykkir vinnureglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

2. 1701018 - Skólapúlsinn: Nemendakönnun 2016-2017
Kynntar voru helstu niðurstöður úr nemendakönnun skólapúlsins haustið 2016.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:53.

 

Grindavík.is fótur