Grímur og geimskutlur

  • Grunnskólinn
  • 9. janúar 2017

Nú fer að koma að annarskiptum og margt hefur verið brallað í smiðjum. Myndmenntahópar hafa t.d. gert grímur í gipsi sem þau tóku með heim fyrir jólin, grímurnar gerðu þau með því að setja gips á sitt eigið andlit og mála hver og einn eftir sínum smekk.
Um daginn gerðum þau tilraunir með geimskutlur og fóru í keppni um hver kæmist lengst. 

Að þessu sinni var það Friðrik Frans sem náði lengst en þau eiga eftir að taka annað rennsli og athuga hvort einhverjir nái lengra. Nemendur voru mjög spenntir í þessari tilraun og langaði að búa til svona heima, þetta vakti einnig lukku hjá öðrum nemendum sem voru farnir að fylgjast með keppninni. 

Fyrir áhugasama þá þarf í þetta:

  • 2 lítra flösku, 
  • ónýta hjólaslöngu (nýta heilan bút af henni), 
  • rör helst tvö úr plasti, 
  • pappír 
  • og límband. 

Framkvæmdin er einföld en það þarf að festa hjólaslönguna með límbandi við flöskuna í annan endann og rörið í hinn endann (passa að hafa þetta þétt). Síðan eru geimskutlurnar búnar til og grunnurinn gerður þannig að pappírsblaði er rúllað utan um rör (að sömu stærð og er í skotrörinu) rörið tekið úr pappírshólkinum og pappírshólkurinn er síðan lokaður í annan endann. Hægt er að skreyta að vild og bæta við vængjum og tilheyrandi sem gæti látið flaugina ná lengra. Flugskotið er síðan framkvæmt þannig að pappírsflaugin er sett á rörið (sem er tengt við flöskuna) og skotið á loft með því að trampa á gosflöskunni. Við þetta myndast þrýstingur sem ýtir geimskutlunni á loft 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!