Ţrettándagleđi í dag

  • Fréttir
  • 6. janúar 2017

Þrettándinn er í dag og í Grindavík fara púkar brátt á stjá og sníkja nammi í heimahúsum. Klukkan 19:00 munum við svo safnast saman við Aðal-Braut og ganga saman fylktu liði niður að Kvikunni þar sem hátíðardagskrá verður frá 19:15 til 20:00 sem endar svo á glæsilegri flugeldasýningu.

Dagskrá:

Kl. 19:00 Gengið fylktu liði frá Aðal-Braut, Víkurbraut 31 að Kviku

Aðal-Braut og Coca-Cola gefa börnum sem taka þátt í göngunni Trópi og kyndilberar
koma frá Hafbjörgu

Kl. 19:15 Dagskrá við Kviku:
Álfakóngur og álfadrottning syngja. Sigga Mæja og Palli
Undirleikur: Renata Ivan
Söngatriði frá Þrumunni
Útnefning á Grindvíkingi ársins.
Úrslit í búningakeppni  (skráning í Kvikunni frá 19:15-19:30)
Jólasveinar koma í heimsókn
Kaffi- og eða sjoppusala í Kvikunni á vegum 7. og 8. flokks stúlkna í
körfuknattleik. Allur ágóði rennur í ferðasjóð.

Kl. 20:00 Glæsileg flugeldasýning við höfnina í boði:

Besa, Bláa Lónið, Bryggjan Kaffihús, EB. þjónusta, Einhamar Seafood, Englaberg, Fish House, Fiskmarkaður Suðurnesja, Fiskverkun ÓS, Fjórhjólaævintýri, Flutningaþjónusta Sigga, GG Sigurðsson, Grindin, Grindavíkurbær, Hárhornið, Hérastubbur bakari, HH Rarfverktaki, Hjólbarðaverkstæði Grindavíkur, Hópsnes, Jón og Margeir, Jónsi Múr, Klafar, Köfunarþjónusta Gunnars, Landsbankinn, Málningaþjónusta Grétars, Málningaþjónusta Rúnars, Nettó í Grindavík, Northern Light Inn, Olís, Palóma, Papa's Pizza, Páll Gíslason, PGV-Framtíðarform, Rossini, Seglasaumur Sigurjóns, Shell (Orkan), Sílfell, Sjómannastofan Vör, Sjóvá, Staðarþurrkun, Stakkavík, Stjörnufiskur, Söluturninn, Tannlæknastofa Guðmundar Pálssonar, TG Raf, Tryggingamiðstöðin, Veitingahúsið Salthúsið, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Vélsmiðja Grindavíkur, Vísir, Þorbjörn, Örninn GK 203.

Þrettándagleðin er samstarfsverkefni frístunda- og menningarnefndar Grindavíkurbæjar og Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. 

Grindavíkurbær óskar öllum bæjarbúum velfarnaðar á nýju ári.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir