Dagskrá Sjóarans síkáta mest lesna fréttin annađ áriđ í röđ

  • Fréttir
  • 5. janúar 2017

Sú hefð hefur skapast hér á vefsíðu Grindavíkurbæjar í upphafi árs að líta aðeins yfir farinn veg og rifja upp 10 mest lesnu fréttir síðasta árs. Við bregðum að sjálfsögðu ekki útaf venjunni í ár og birtum listann hér að neðan. Fréttir sem tengjast Sjóarann síkáta eru áberandi að þessu sinni, fimm af tíu fjalla um Sjóarann, en annað árið í röð er það dagskrá Sjóarans sem er mest lesna fréttin.

Tíu mest lesnu fréttir ársins 2016 voru eftirfarandi (hægt er að smella á allar fréttirnar til að lesa):

1. Glæsileg 20 ára afmælisdagskrá Sjóarans síkáta
2. Skólahald fellur niður vegna útfarar
3. Voot Beita færði Tryggva Hansen ný stígvél og skjólfatnað
4. Grillveislu Issa bjargað - verður við kirkjuna kl. 14:00 á laugardaginn
5. Þorgerður Elíasdóttir Grindvíkingur ársins 2015
6. Grillveisla Issa í uppnámi, hver tekur við keflinu?
7. Landslið skemmtikrafta á 20 ára afmæli Sjóarans síkáta í Grindavík
8. Almar í kassanum sló í gegn í búningakeppninni
9. Járngerður kemur út - Glæsileg dagskrá Menningarviku 12.-20. mars í Grindavík
10. Sjóarinn síkáti hefst formlega í dag - Bryggjuball með landsliði skemmtikrafta

Athygli vekur að átta ára gömul frétt um saltfiskuppskriftir kemst ekki á listann í ár eins og undanfarin ár, það er greinilegt að fólk er loksins búið að læra uppskriftirnar utanað.

Á liðnu ári birtum við rétt tæplega 1.500 fréttir. Vefsíða Grindavíkurbæjar nýtur nokkurrar sérstöðu meðal vefsíðna sveitarfélaga þar sem við flytjum alla virka daga jákvæðar fréttir af Grindavík og Grindvíkingum. Umferðin um síðuna er því mun meiri en stærð sveitarfélagsins gefur sennilega tilefni til og mælist umferðin oftar en ekki þriðja mest á eftir aðeins Reykjavíkurborg og Akureyri. 

Grindavíkurbær hefur einnig haslað sér völl á samfélagsmiðlum en Facebook-síða bæjarins er afar lifandi og vinsæl. Alls hafa 4.250 einstaklingar smellt "like" á síðuna og vaxa vinsældir hennar frá degi til dags. Saman mynda þessar tvær síður sterka heild sem tala vel saman og munum við halda áfram góðri og mikilli virkni á báðum vígstöðvum á komandi árum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál