Fundur 469

 • Bćjarstjórn
 • 30. desember 2016

469. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 29. desember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson 1. varaforseti, Kristín María Birgisdóttir forseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir 2. varaforseti, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi, Sigurður Guðjón Gíslason varamaður og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. 1510081 - Eldvörp:Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknaboranir
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María og Páll Jóhann

HS orka hf. óskar eftir framlengingu á framkvæmdaleyfi fyrir tilraunaborunum í Eldvörpum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt en minnir á að fyrri skilyrði framkvæmdaleyfis gilda áfram.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að framlengja framkvæmdaleyfið.

2. 1612025 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: Borholur SV-25 og 26
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María.

Erindi frá HS Orku. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu safnæða í Svartsengi frá borholum SV-25 og 26. Erindinu fylgir greinargerð dagsett 16. desember 2016 unnin af VSÓ verkfræðistofu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og að ítrekað verði í leyfinu að óheimilt er vinna, geyma efni, eða raska óröskuðu landi vegna framkvæmdarinnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

3. 1602035 - Búsetumál eldri borgara í Grindavík: uppbygging við Víðihlíð
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Hjálmar, Páll Jóhann og Ásrún

Tvö tilboð bárust í verkið. Eftir yfirferð tilboða þá eru tilboðin þessi: HH Smíði 135.737.690 kr. og Grindin ehf. 150.502.531 kr. Kostnaðaráætlun var 129.944.477 kr.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs leggur til að lægra tilboðinu verði tekið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við HH Smíði.

Bæjarstjórn samþykkir að taka lægra tilboðinu og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að skrifa undir samninginn og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

4. 1611024 - Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar: Ráðning
Til máls tóku: Kristín María, Marta, Páll Jóhann, Ásrún, Hjálmar og Jóna Rut

Bókun
Ég undirritaður hef áður lýst yfir vanþóknun minni á þeirri ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Grindavíkurlista án nokkurs samráðs við aðra bæjarfulltrúa að skipta um bæjarstjóra þegar svo stutt er eftir af kjörtímabilinu, ákvörðun sem kostar bæjarsjóð vel á annan tug miljóna.
Að hafa samráð þegar bæjarstjóri er ráðinn en ekki rekinn er ekki vinnubrögð sem ég get sætt mig við og mun því sitja hjá við þessa afgreiðslu þó ég hafi ekkert út á þennan einstakling að setja sem verið er að ráða.
Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi B-lista

Ráðningarsamningur við Fannar Jónasson, nýjan bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, er samþykktur með 6 atkvæðum, Páll Jóhann situr hjá.

5. 1612032 - Miðgarður, uppbygging: Verksamningur og framvinda

Til máls tóku: Kristín María, Páll Jóhann og Hjálmar

Verksamningur við Hagtak hf., dags. 20. desember 2016, að fjárhæð 283.625.000 krónur er samþykktur samhljóða.

6. 1606003 - Tjaldsvæði: Smáhýsi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Kristín María, Jóna Rut, Hjálmar og Páll Jóhann

Tvær umsóknir bárust í lóð undir smáhýsi við tjaldsvæðið. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni til Fjórhjólaferða ehf. og Pepp ehf. Bæjarráð telur að hugmyndir þeirra um uppbyggingu, húsagerð, hvernig húsin falla að umhverfinu og fyrirliggjandi mannvirkjum sé í samræmi við þær væntingar sem hafðar hafa verið um svæðið.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

7. 1611060 - Nýbygging björgunarsveitarinnar: styrkbeiðni
Til máls tóku: Kristín María, Marta, Hjálmar, Páll Jóhann og Jóna Rut

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita Björgunarsveitinni styrk að fjárhæð 7.000.000 króna. Útgreiðsla styrksins verður í nánara samkomulagi við Björgunarsveitina.

8. 1610078 - Bæjarstjóri: starfslokasamningur

Til máls tóku: Kristín María, Marta, Páll Jóhann, Hjálmar

Óskað er eftir viðauka á fjárhagsárið 2016 vegna starfsloka fráfarandi bæjarstjóra að fjárhæð 13.509.000 kr. sem skiptist þannig:
Laun og launatengd gjöld 12.079.000 kr. og aðkeypt þjónusta 1.430.000 kr. Aðkeypt þjónusta sundurliðast þannig:
Auglýsingar kr. 265.000, lögfræðiráðgjöf kr. 665.000 og ráðgjöf við ráðningu kr. 500.000.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki að fjárhæð 13.509.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bókun
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks harma enn og aftur að til þessa mikla kostnaðar hafi verið stofnað af hálfu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Grindavíkurlistans algerlega af ástæðulausu að okkar mati.
Það er í höndum þeirra sem stofnuðu til þessa kostnaðar að samþykkja viðaukann en við munum sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúar B-lista

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann með 4 atkvæðum, Páll Jóhann, Ásrún og Marta sitja hjá.

9. 1611062 - Tölvubúnaðarkaup 2016: Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2016

Til máls tók: Kristín María

Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna tölvubúnaðarkaupa.

Farið er fram á viðauka að fjárhæði 16.857.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á tölvukaupalið tölvudeildar 21421-2856.

Gjaldfærðar verða 1.724.000 kr á einstakar deildir í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og eignfærðar verða 15.133.000 kr. hjá Eignasjóði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðaukann.

10. 1505080 - Starfsmannastefna Grindavíkurbæjar: breytingatillaga vegna heilsustyrkja
Til máls tók: Kristín María

Vinnuverndarnefnd Grindavíkurbæjar beinir þeirri ósk til bæjarráðs að upphæð heilsustyrks í starfsmannastefnu bæjarins verði hækkuð á ný, í samræmi við hækkun vísitölu frá því að styrkurinn var lækkaður árið 2010.

Bæjarráð leggur til að hækka styrkinn á árinu 2017 úr 20.000 kr. í 25.000 kr.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

11. 1612045 - Félagsmálanefnd: Breyting á fulltrúa G-lista

Til máls tók: Kristín María

Tillaga um að Gunnar Baldursson komi í stað Péturs Guðmundssonar sem aðalmaður og að Laufey Birgisdóttir verði formaður nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða

12. 1506149 - Fundargerðir: fundargerðir Kvikunnar

Til máls tóku: Kristín María, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Marta, Ásrún og Jóna Rut.

Fundargerð stjórnar Kvikunnar þann 14. des. 2016 lögð fram.

13. 1603032 - Fundargerðir: Heklan 2016

Til máls tók: Kristín María

Fundargerð nr. 52 lögð fram.

14. 1506146 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark

Til máls tóku: Kristín María, Marta, Jóna Rut, Ásrún, Hjálmar og Páll Jóhann

Fundargerðir nr. 31 og 32 lagðar fram.

15. 1603016 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2016
Til máls tóku: Kristín María, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerðir nr. 844 og 845 lagðar fram.

16. 1602002 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2016
Til máls tók: Kristín María

Fundargerð nr. 710 lögð fram.

17. 1601086 - Fundargerðir: Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 2016
Til máls tóku: Kristín María, Hjálmar, Páll Jóhann, Ásrún, Jóna Rut og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerðir nr. 29 og 30 lagðar fram.

18. 1601073 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2016
Til máls tóku: Kristín María og Jóna Rut

Fundargerð nr. 475 lögð fram.

19. 1510040 - Fundargerðir: Þekkingarsetur Suðurnesja

Til máls tóku: Kristín María og Jóna Rut

Fundargerð nr. 20 lögð fram.

20. 1611010F - Fræðslunefnd - 59

Til máls tók: Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

21. 1612005F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 447

Til máls tóku: Kristín María, Páll Jóhann, Hjálmar, Sigurður, Marta og Ásrún

Fundargerðin er lögð fram.

22. 1612007F - Skipulagsnefnd - 24
Til máls tóku: Kristín María, Ásrún, Sigurður, Hjálmar, Marta og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram.

23. 1612002F - Bæjarráð Grindavíkur - 1427
Til máls tóku: Kristín María, Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar og Marta

Fundargerðin er lögð fram.

24. 1612006F - Bæjarráð Grindavíkur - 1428
Til máls tóku: Kristín María, Marta, Jóna Rut, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Ásrún og Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

25. 1612010F - Bæjarráð Grindavíkur - 1429
Til máls tóku: Kristín María, Marta, Hjálmar og Ásrún

Fundargerðin er lögð fram.

26. 1612012F - Bæjarráð Grindavíkur - 1430
Til máls tóku: Kristín María, Hjálmar, Jóna Rut, Ásrún, Páll Jóhann og Marta

Fundargerðin er lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39

Öldungaráđ / 14. mars 2018

Fundur 1

Bćjarráđ / 13. mars 2018

Fundur 1474

Frćđslunefnd / 12. mars 2018

Fundur 73

Bćjarráđ / 6. mars 2018

Fundur 1473

Bćjarstjórn / 27. febrúar 2018

Fundur 481

Félagsmálanefnd / 15. febrúar 2018

Fundur 87

Félagsmálanefnd / 11. janúar 2018

Fundur 86

Félagsmálanefnd / 14. desember 2017

Fundur 85

Hafnarstjórn / 13. febrúar 2018

Fundur 456

Hafnarstjórn / 8. janúar 2018

Fundur 455

Hafnarstjórn / 27. nóvember 2017

Fundur 454

Frćđslunefnd / 5. febrúar 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 8. febrúar 2018

Fundur 70

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2018

Fundur 69

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. febrúar 2018

Fundur 25

Bćjarráđ / 20. febrúar 2018

Fundur 1472

Skipulagsnefnd / 19. febrúar 2018

Fundur 38

Nýjustu fréttir

Útilestur hjá öđrum bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 23. apríl 2018

Blá peysa međ látúnshnöppum...

 • Bókasafnsfréttir
 • 23. apríl 2018

Skráning hafin í Söngskóla Emilíu

 • Fréttir
 • 20. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 20. apríl 2018

Ađalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG 26. apríl

 • Íţróttafréttir
 • 19. apríl 2018

Vetrarfrí í tónlistarskólanum

 • Tónlistaskólafréttir
 • 19. apríl 2018

Starfsdagur á föstudaginn

 • Grunnskólafréttir
 • 17. apríl 2018