Fannar Jónasson ráđinn bćjarstjóri Grindavíkurbćjar

  • Fréttir
  • 29. desember 2016

Fannar Jónasson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Grindavíkurbæjar út núverandi kjörtímabil, eða fram í maí 2018. Gengið var frá ráðningu Fannars á bæjarstjórnarfundi nú rétt í þessu. Fannar er 59 ára, kvæntur Hrafnhildi Kristjánsdóttur og eiga þau saman þrjú börn. Fannar er viðskiptafræðingur að mennt og einnig með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. 

Fannar hefur um 20 ára reynslu af sveitastjórnarmálum en hann er Rangæingur að ætt og uppruna og þar sat hann í sveitarstjórn, bæði sem oddviti og síðar bæði í nefndum og ráðum sveitarfélaganna á Suðurlandi. Fannar var einnig hjá Arionbanka og forverum hans í um 10 ár, lengst af sem útibússtjóri. Undanfarin ár hefur hann svo starfað sem fjármálastjóri hjá Fálkanum.

Við bjóðum Fannar velkominn til starfa en hann mun hefja störf á nýju ári.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir