Fundur 24

24. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 19. desember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Ólafur Már Guðmundsson aðalmaður, Anton Kristinn Guðmundsson varamaður, Sigmar Björgvin Árnason byggingarfulltrúi og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 1512031 - Viðhald: bílastæði og akbrautir innan lóða
Málinu frestað.

2. 1612012 - Metanólverksmiðja í Svartsengi: Frummatsskýrsla
Erindi frá skipulagsstofnun. Í erindinu er óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar á frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum fyrir CRI í Svartsengi. Óskað er eftir því að Grindavíkurbær geri grein fyrir því hvort talið sé að gert sé nægjanlega vel grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd umhverfi og umhverfisáhrifum, mati framkvæmdaaðila á þeim, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig er óskað eftir upplýsingum hvaða leyfum framkvæmdin er háð skv. 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að vöktunaráætlanir og mótvægisaðgerðir séu virtar og framkvæmdar. Sveitarfélagið hefur nú þegar veitt byggingarleyfi og framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni eins og þeim er lýst í skýrslunni. Allar frekari stækkanir á verksmiðjunni eru háðar byggingarleyfi sbr. lög um mannvirki nr. 160/2010. Málinu vísað til umhverfis- og ferðamálanefndar.

3. 1605024 - Umferðaröryggi: ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir á Gerðavöllum
Tekið fyrir athugasemdir íbúa við framkvæmdinni. Alls bárust fjórar athugasemdir. Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að láta vinna hraðahindranir í samræmi við fyrri hugmyndir. Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa B-lista.

4. 1510081 - Eldvörp:Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknaboranir
HS orka hf. óskar eftir framlengingu á framkvæmdaleyfi fyrir tilraunaborunum í Eldvörpum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt en minnir á að fyrri skilyrði framkvæmdaleyfis gilda áfram.

5. 1612024 - Staðarsund 1: ósk um innkeyrslu

Erindi frá Lagnaþjónustu Suðurnesja kt. 630402-3280 og H.H. smíði kt. 430800-2480. Í erindinu er óskað eftir því að bæta við innkeyrslu við Staðarsund 1. Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

6. 1612023 - Víkurbraut 34: ósk um breytingu á aðalskipulagi
Erindi frá Hermanni Ólafssyni. Í erindinu er óskað eftir breytingu á skilgreiningu lóðar við Víkurbraut 34 í aðalskipulagi. Núna er lóðin skilgreind sem svæði fyrir þjónustustofnanir. Óskað er eftir því að lóðin verði skilgreind sem lóð undir verslun og þjónustu. Sviðsstjóra falið að láta vinna breytingu á aðalskipulagi á kostnað umsækjanda sé þess óskað. Að öðrum kosti verður breytingin útfærð í endurskoðun aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030.

7. 1612025 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: Borholur SV-25 og 26
Erindi frá HS Orku. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu safnæða í Svartsengi frá borholum SV-25 og 26. Erindinu fylgir greinargerð dagsett 16. desember 2016 unnin af VSÓ verkfræðistofu. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og að ítrekað verði í leyfinu að óheimilt er vinna, geyma efni, eða raska óröskuðu landi vegna framkvæmdarinnar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05.

 

 

Grindavík.is fótur