Fundur 1429

1429. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 15. desember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Aukafundur í bæjarráði

Í upphafi fundar var óskað eftir að taka eftirfarandi mál á dagskrá með afbrigðum:

1612014 Icelandic Lava Show: Sýning í Kvikunni.
Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1. 1611024 - Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar: Ráðning
Katrín Óladóttir frá Hagvangi mætti á fundinn og fór yfir umsóknirnar. Katrín mun koma með tillögu á næsta bæjarráðsfund um hverjir koma í viðtal.

Eftirfarandi aðilar sóttu um stöðu bæjarstjóra:
Ármann Jóhannesson
Ásgeir Jónsson
Birgir Finnbogason
Ester Sveinbjarnardóttir
Eyþór Björnsson
Fannar Jónasson
Fanney Gunnlaugsdóttir
Finnbogi Reynir Alfreðsson
Finnur Þ. Gunnþórsson
Hallur Magnússon
Indriði Jósafatsson
Jón Guðmundur Ottósson
Lárus Elíasson
Lárus Páll Pálsson
Ólafur Kjartansson
Ólafur Þór Ólafsson
Páll Línberg Sigurðsson
Páll Valur Björnsson
Sindri Ólafsson
Stefán Ómar Jónsson
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson
Þorsteinn Þorsteinsson

2. 1612014 - Icelandic Lava Show: Sýning í Kvikunni
Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í stjórn Kvikunnar og bókaði stjórnin eftirfarandi:

Stjórn Kvikunnar líst mjög vel á þá hugmynd The Icelandic lava show að vera með sýningu í Kvikunni. Fjárhagsleg áhætta sveitarfélagsins er engin en á móti mikill ávinningur fyrir samfélagið að fá sýningu sem þessa. Stjórnin hvetur bæjarráð til að taka vel í þá hugmynd að koma nýrri sýningu fyrir. Jafnframt hvetur stjórnin til þess að þeim sýningum sem fyrir eru verði fundinn nýr staður, svo sem eins og í Bakka, Kvennó eða bókasafninu.

Bæjarráð tekur vel í hugmyndina og felur sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ræða við aðstandendur sýningarinnar og vinna að samningi um afnot og leigu hússins, og leggja fyrir bæjarstjórn.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40.


___________________________ ___________________________

 


___________________________ ___________________________

 

___________________________ ___________________________

 


___________________________ ___________________________

 

 

 

Grindavík.is fótur