Fundur 1428

  • Bćjarráđ
  • 14. desember 2016

1428. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 13. desember 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. 1611057 - Húsnæðissjálfseignarfélag: forganga um stofnun félags
Ólafur Sigurðsson og Sigurgeir Sigurgeirsson mættu á fundinn og kynntu hugmyndir sínar um stofnun húsnæðssjálfseignarstofnunar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs komi á næsta fund bæjarráðs.

2. 1602035 - Búsetumál eldri borgara í Grindavík: uppbygging við Víðihlíð
Tvö tilboð bárust í verkið. Eftir yfirferð tilboða þá eru tilboðin þessi: HH Smíði 135.737.690 kr. og Grindin ehf. 150.502.531 kr. Kostnaðaráætlun var 129.944.477.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs leggur til að lægra tilboðinu verði tekið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við HH Smíði.

3. 1611024 - Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar: Ráðning

Umsóknarfrestur rann út kl. 12 þann 12. desember. 22 aðilar sóttu um stöðuna. Bæjarráð vinnur málið áfram.

4. 1612018 - Fjármögnun Miðgarðs: Fjárlagafrumvarp 2017
Áskorun til fjárlaganefndar lögð fram. Í henni kemur fram að ekki er nægjanlegt fé í fjárlagafrumvarpi 2017 til þess að fara í endurbætur á Miðgarði eins og samgönguáætlun gerir ráð fyrir.
Verði þetta niðurstaðan lýsir bæjarráð yfir miklum áhyggjum af framgangi hafnarframkvæmda við Miðgarð sem byrjað var á fyrr á þessu ári.

5. 1612014 - Icelandic Lava Show: Sýning í Kvikunni

Hugmyndir Icelandic Lava Show lagðar fram. Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Kvikunnar.

6. 1611072 - Leikskóli: Umsókn um námsvist utan lögheimilis
Bæjarráð samþykkir, í ljósi aðstæðna, að greiða vistunargjöld frá og með janúar 2017 og út maí 2017 af því gefnu að það losni ekki leikskólapláss í leikskólum Grindavíkurbæjar fyrir þann tíma.

7. 1610034 - Miðgarður uppbygging: Útboðsgögn
Þrjú tilboð bárust í verkið og var tilboð Hagtaks hf. lægst og hljóðar upp á 283.625.000 kr sem er um 71,3% af kostnaðráætlun Siglingasviðs Vegagerðarinnar.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Hagtaks hf. og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að skrifa undir verksamning og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

8. 1612019 - Sjóvarnir: 2017

Engin fjárveiting mun verða á árunum 2016 og 2017 til sjóvarna í landi Grindavíkur þar sem sjóvarnir annarstaðar taka allt fjármagnið sem er í samgönguáætlun.

9. 1606003 - Tjaldsvæði: Smáhýsi
Tvær umsóknir bárust í lóð undir smáhýsi við tjaldsvæðið. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni til Fjórhjólaferða ehf. og Pepp ehf. Bæjarráð telur að hugmyndir þeirra um uppbyggingu, húsagerð, hvernig húsin falla að umhverfinu og fyrirliggjandi mannvirkjum sé í samræmi við þær væntingar sem hafðar hafa verið um svæðið.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15.

 

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 20. júní 2018

Fundur 485

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27

Öldungaráđ / 9. maí 2018

Fundur 3

Bćjarráđ / 29. maí 2018

Fundur 1481

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39

Öldungaráđ / 14. mars 2018

Fundur 1