Fundur 58

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 8. desember 2016

58. fundur Frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 7. desember 2016 kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Þórunn Alda Gylfadóttir, Atli Geir Júlíusson, Sigurður Enoksson, Aníta Björk Sveinsdóttir, Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir og Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningasviðs.

Dagskrá:

Almenn mál
1. 1610071 - Íþróttamaður og íþróttakona ársins: 2016

Póstur sendur til deilda/íþróttafélga fimmtudaginn 8. desember og svarfrestur er þriðjudagurinn 13. desember. Fundur valnefndar verður fimmtudaginn 15. desember kl. 20:00 í Gjánni. Í valnefnd sitja fulltrúar í stjórn UMFG og fulltrúar í frístunda- og menningarnefnd. Atli Geir flytur ávarp sem fulltrúi bæjarstjórnar.

2. 1604063 - Bókasafn: Stefnumótun og framtíðarsýn
Unnin verður stefnumótun- og framtíðarsýn fyrir Bókasafn á nýju ári og hefst vinnan í janúar. Óskað er eftir einum fulltrúa frá hverjum eftirtalinna aðila í vinnuhóp: Grunnskóli Grindavíkur, Ungmennaráð og frístunda- og menningarnefnd. Starfsmenn Bókasafns ásamt sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs taka þátt í vinnunni auk þess sem auglýst verður eftir áhugasömum fulltrúa almennings og nemenda sem stunda fjarnám og nýta sér þjónustu/aðstöðu Bókasafnsins. Þórunn Alda býður sig fram sem fulltrúa nefndarinnar.

3. 1610070 - Friðarganga: 2016
Friðargangan fer fram fimmtudaginn 15. desember. Undirbúningur er skemur á veg kominn en á sama tíma í fyrra en ekki er gert ráð fyrir að markverðar breytingar verði milli ára. Samráðshópur hittist 8. desember og skoðaðar verða tillögur sem komu fram á fundi fulltrúaráða nemenda í 1.-3. bekk 7.-10. bekk Grunnskólans.

4. 1511100 - Þrettándagleði: 2017
Í ár ber þrettándann upp á föstudag. Rætt um að breyta tímasetningu og fyrirkomulagi þrettándagleðinnar. Starfsmaður vinnur úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum og sendir til nefndarmanna. Gert er ráð fyrir að gleðin hefjist kl. 19:30 og lýkur svo á flugeldasýningu kl. 20:30 við höfnina. Leitað verði til hestamannafélagsins með aðstoð við göngu að Kviku, álfakóng og drottningu. Verkefnið er samstarfsverkefni frístunda- og menningarnefndar og Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.


5. 1508096 - Minja- og sögufélag Grindavíkur: Samstarfssamningur 2015-2018
Þórunn Alda segir frá þeim verkefnum sem félagið hefur unnið og þýðingu stuðningsins frá Heklu við uppbyggingu Bakka.


Fundi slitið kl. 18:10

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39

Öldungaráđ / 14. mars 2018

Fundur 1

Bćjarráđ / 13. mars 2018

Fundur 1474

Frćđslunefnd / 12. mars 2018

Fundur 73

Bćjarráđ / 6. mars 2018

Fundur 1473

Bćjarstjórn / 27. febrúar 2018

Fundur 481

Félagsmálanefnd / 15. febrúar 2018

Fundur 87

Félagsmálanefnd / 11. janúar 2018

Fundur 86

Félagsmálanefnd / 14. desember 2017

Fundur 85

Hafnarstjórn / 13. febrúar 2018

Fundur 456

Hafnarstjórn / 8. janúar 2018

Fundur 455

Hafnarstjórn / 27. nóvember 2017

Fundur 454

Frćđslunefnd / 5. febrúar 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 8. febrúar 2018

Fundur 70

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2018

Fundur 69

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. febrúar 2018

Fundur 25

Bćjarráđ / 20. febrúar 2018

Fundur 1472